Já, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að líta á þessa grein, það er eiginlega alveg nauðsynlegt að allir líti á hana..

Í skólanum í dag gerðist nokkuð sem hefur svosum komið fyrir mig áður. Þ.a.e.s. það hefur komið fyrir mig af svipuðu tagi. Það var þannig að ég var að fara að taka viðtal í gegnum síma.Og þannig er að það er hægt að taka símann úr sambandi á bókasafninu. (2 álmur og það verður að vera stöð fyrir síma í sitthvorri álmunni). En jæja, ég var að fara að taka viðtalið þegar ég heyrði suð í símanum og þá átaði ég mig strax á því að hann hafði verið tekinn úr sambandi. Svo að ég labbaði inn á bókasafnið og baað drengina um að setja símann í samband. Allt í lagi með það, það var gert og ég fór og hringdi aftur. Svo virtust þeir skemmta sér við það að taka símann úr sambandi. Ég fór, bað þá um að hætta þessu, ok svo fer ég og ætla að á hvort síminn virki ekki á meðan ég labba á staðinn þar sem ég ætla að taka viðtalið. EN þá stóð síminn greinilega eitthvað á sér. Svo að ég var orðinn frekar pirraður á þessu, var að verða of seinn í það að ná í viðmælanda minn. En þá var hann í sambandi og allt í lagi með það. Ég var orðinn piraður og þá hlógu þeir og fóru að kalla mig hálfvita og eitthvaað bögga mig. Ég varð reiður (enda orðinn illa pirraður) og lababði að gaurnum sem sagði að ég hefði verið hálfviti og sagði honum það að ég kysi að kalla fólk sem að myndi nefna aðra hálfvita að þeir væru sjálfir hálfvitar. Þá tekur hann mig upp (nokkuð stærri og örlítið sterkari) skellir mér á skápinn fyrir aftan okkur og diskur (postulín, ekki cd) dettur og mölbrotnar. Ég labbaði í burt, sagði honum að hann æti þrifið þetta og farið svo til helvítis að því loknu. Síðan hef ég ekki séð hann. Ég brotnaði aftur á móti niður þegar að æeg hitti kennarann og hann fór að tala um þetta við mig. En hann er mjög góður kennari (kom nýr í haust) og hann tók þessu bara rólega. En ég vissi aftur á móti að hann hefði verið gabbaður og sendur inn til skólastjórans (svona í tilefni af 1. apríl) og hann hefði komið út rauður og skömmustulegur í framan.

Ég veit að þetta hljómar kannski leiðinlegt og það að ég sé einhver aumingi, en ég meina, eru þetta ekki normal viðbrögð af manni sem að er búinn að vera í einelti nánast alla sína skólagöngu? Tjah, ég spyr. Mig er farið að hundleiðast í þessum skóla, finnst hann orðinn ömurlega leiðinlegur og lélegt og leiðinlegt starfsfólk, þó að það sé ekki allt leiðinlegt. T.d. reynir umsjónarkennarinn minn alltaf að hafa áhrif á val okkar til mikilvægra mála. Mér finnst það vera mjög illa gert af honum og auk þess stend ég oft einn uppá móti honum í einhverjum málum þar sem að hann reynir að beita okkur þrýstingi.

Ástæðan fyrir þvi að ég skipti ekki um skóla er sú að mamma vill ekki leyfa mér það, (hún er svo vitlaus, það er aldrei hægt að rökræða almennilega við hana án þess að hún brjálist) og svo er það að ég er svo hræddur um að mér verði strítt svo mikið í öðrum skóla.

Ég er ráðþrota..