Eftir rúma viku eða 23. mars mun Sauðkindin leikfélag MK frumsýna leikritið Glórulaus. Leikritið er byggt á sögunni Emmu eftir Jane Austin en er í raun íslensk útgáfa af myndinni Clueless sem var verulega vinsæl fyrir nokkrum árum. Leikstjóri er Gunnar Hansson og leikendur eru nemendur í skólanum. Þetta er rosalega skemmtilegt og fyndið leikrit og vonandi eiga sem flestir eftir að koma að sjá það.
Kveðja,
Hrebbna
Hrebbna