Jæja, ég ætla að koma með tvo klikkaða kennara sem ég hef kynnst.

Það var saumakennari sem hafði afskaplega gaman af því að segja sögur um vandræðin í lífi sínu fyrir krakkana. Hún var tekin af geimverum á Miklubraut og henni skilað rétt fyrir tímann!! Nau, maður hugsar fólk bara og horfir stóreygt á hana. Svo átti hún það líka til að binda fólk við stólana ef henni fannst það ekki friðsamt…

Íslenskukennari, með drafandi rödd, virtist afskaplega róleg og viðkvæm, getur alltaf virst yndisleg á yfirborðinu…en þegar maður kynnist henni…þið viljið ekki kynnast henni. Fær kast ef einhver gerir ekki heimavinnuna og tekur það út á öllum bekknum með öskrum og látum og svo færist allt í einu undarleg ró yfir hana og það væri eins og hún hafi umbreyst aftur í þessa “útlitsviðkunnanlegu” konu, sem svo pínir nemendur í unglingadeild með því að láta eins og þau séu treg og enn í fyrsta bekk…

Segið endilega frá klikkuðum kennurum sem þið hafið kynnst. Þetta er ekki nöldur, bara skemmtilegar sögur. Ef þið farið að nöldra þá kem ég með leiðinlegt skítakast á móti…og ég er ekki að nenna því núna…