Ég er í 8.bekk, og er með nýjann kennara sem er alltaf að rífast við MIG. Hann er svoleiðis kennari að hann getur orðið roosalega reiður, og öskrað rosalega! Eitt skipti, þá var hann að reyna að verða ekki reiður og byrgði það allt inni í sér, svo endaði með því að sessunautur minn var alltaf að reyna að krota á mig, þannig ég færði mig frá og þá varð kennaranum nóg boðið, labbaði til mín og lamdi í borðið og byrjaði að öskra, beint á mig! ÖLL reiðin sem bekkurinn hafði safnað saman kom beint á mig, öllll reiðin, þetta var svo rosalegt að ég fór næstum að gráta..
Síðan þá hefur hann alltaf skammað MIG fyrir að gera ekki eitthvað sem hann vill, ef ÉG get ekki gert eitt dæmi þá öskrar hann á mig af hverju ég fylgist ekki með og læri þetta ekki, og ég er ekki sú eina sem veit þetta ekki..

Í dag gerðist það að í byrjum tímans byrjaði hann á því að öskra hrikalega á mig, ég fékk tár í augun og var búin að ákveða að fara ekki að gráta í tíma þarna, heldur fara heim og gráta úr mér augun eftir tímann.. Ég er ekki vön að gráta, ég er stelpa sem er virkilega erfitt að fá til að gráta..

Ég er orðin svo þreytt á að hann taki þetta allt út á mér, ég er ekkert eftir á í skólanum, er alltaf á undan, og er mjög vinnufús…Hefur hann bara persónulega eitthvað á móti mér?