Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvert félagslegt samsæri eða bara tilviljun en hérna er trúarleg upplifun típísks Íslendings

1)Hann fæðist: og elst upp hjá foreldrum sem leggja sitt af mörkum til að sannfæra einstaklinginn á það að það sé til guð og Jebús á himnum.
-Það væri hægt að kenna krakka á þessum aldri að hann væri geit og hann myndi trúa því.

2)Hann fer í skóla: Af eitthverjum furðulegum ástæðum þá fer menntakerfið sem lýtur stjórn stjórnarinnar að standa fyrir ýmsum kristilegum áróðri á hendur barninu. T.D. er oft farið með þau í kirkju eða guðsfræðslu. Það er jafnvel heil kennslugrein sem nefnist trúabragðafræði og er þar kennt bókina “Kristni, LJÓS HEIMSINS”. Í þessari bók(ég las nýlega yfir hana) er komið fram með kristni sem STAÐREINDIR!.
Síðan hvenær var kristni staðreynd? Það eru til fjögur önnur risatrúabrögð og þúsundir minni.
-Krakkar leggja traust á það að skólinn seigi satt

3)Ferming: fyrir utna brúðkaup þá mun einstaklingurinn aldrei fá jafn mikla peningagreiðslu(á milli 100.000-250.000 kr). Af hverju? Það lýtur út fyrir að ættin sé að gera fermingu girnilega þó svo að einstaklingurinn sé ekki að pæla í hverju hann sé að játa sig í, hann tilheyrir mannfólki, ljós þeirra er grænt(ég blindaðist á mínum tíma).
Ef honum lýst af eitthverjum ástæðum illa á þetta þá tekur samfélagið sig til og lætur honum líða illa yfir að vera öðrvísi, samfélagið í þessu tilviki er fjölskylda,vinir og ættin(gerðist einmitt við mig.
Önnur ástæða getur verið að hann verður miðpunktur athyglinar og er sagt honum “nú ert þú kominn í fulorðina tölu”, að vera meðtekinn sem eldri manneskja er frábært fyrir hann, sérstaklega á þessum aldri.
Svo fara allir verðandi fermingabörn í fermingafræðslu en enginn er virkilega að hlusta á prestinn, enginn nennir að vera þarna. Presturinn skilur það enda gerir hann bara formlega fræðslu svo hann geti flýtt sér að kenna fermingarhópnum hvernig á að líta vel út frammi fyrir Jébús á deigi daganna.

4)Uppljómun: Svo Ísland geti kallast trúarfrjálst þá setur það nú fram Trúarbragðafræði ÁRI eftir að einstaklingurinn fermdist. Hérna eru líkur á að einstaklingurinn fái bakþanka, eða hugsi “kannski er Jébús enginn guð”.
Flestir þeirra einstaklinga gæti ekki verið meira sama um þetta og prumpa littlu “fáranlegt” út úr sér og halda áfram með lífið.
Aðrir (frekar fáir) ákveða að lísa sig úr trúnni(t.d. ég) en þá kemur babb í bátinn, einstaklingurinn var talinn nógu þroskaður til að játa sig inn í trúnna við 13.ára aldur en er hins vegar ekki talinn nógu þroskaður til að lýsa sig úr henni fyrr en við 18.ára aldur. FÁRÁNLEGT!!

5)Gleymskan: Flestir hinna fáu sme vildu lýsa sig úr trúnni gleyma þessu einfaldlega. Ég heyrði “Rumour” um að einn gaur er búinn að vera að reyna að lýsa sig úr trúnni í 20 ár. En hvað veit ég.Ég geri mér grein fyrir að þetta er ábyggilega ekki skipulagt samræmi en langaði samt að benda fólki á þessar hugleiðingar mínar.
Alla vega hverjir eru sammála mér og hverjir í ósköpunum eru það ekki.

Kv.
Soldie