Vissuð þið að þið getið fengið endurgreitt frá skattinum ef þið hafið borgað skatt af launum í fyrra en eigið uppsafnaðan persónuafslátt í lok árs?

Þetta vissi ég ekki fyrr en núna fyrir stuttu síðan og því vil ég benda ykkur á þetta sem eruð jafn mikið inní skattamálum og ég. :)

Ef þú ert búinn að vera í skóla og borgaðir skatt á seinasta ári en nýttir svo ekki skattkortið þitt að fullu geturðu fengið endurgreitt frá skattinum.
Hjá mér var þetta þannig að ég vann nógu mikla sumarvinnu til að nýta upp allan persónuafsláttinn minn um sumarið. Síðan fór ég aftur í skólann og persónuafslátturinn safnaðist upp og nýttist ekki mikið meir… Ég gat því nýtt minn uppsafnaða afslátt í lok ár til að fá endurgreitt það sem ég hafði borgað í skatt. Ef sú upphæð hefði verið hærri en persónuafslátturinn hefði ég augljóslega ekki fengið allt borgað en þar sem hið uppsafnaða var hærri upphæð en það sem ég hafði borgað gat ég fengið það endurgreitt að fullu.

Þú ferð bara með seinasta launaseðli ársins (þar sem upplýsingar um öll laun, greiddan skatt og uppsafnaðan persónuafslátt koma fram) og staðfestingu á skólavist til ríkisskattstjóra, Laugarvegi 166. Þar taka þeir afrit og þú fyllir út umsókn um endurgreiðslu á staðgreiðslu. Svo er bara að bíða og sjá hvort þeir senda þér ekki undursamlegt bréf þar sem þeir vilja endurgreiða þér…

Langaði bara að benda ykkur á þetta því oftast hefur maður ekki hugmynd um svona hluti. :)
Vona að þið getið nýtt ykkur þessar upplýsingar og biðst afsökunar á því að þetta sé kannski ekki beint mikil “grein” :)
Þú ert ekki orðin drukkin ef þú getur legið á gólfinu án þess að halda þér í ;)