Ég er nemandi í tíunda bekk og stefni á félagsfræðibraut. Fyrir tvem árum fékk ég gífurlegan áhuga á mannkynssögu og er frekar góður í nokkrum köflum.

En málið er að í gegnum 10 ára sögu skólans þá höfum við aldrei nokkurn tíman lært neitt meira en sögu Íslands. Ef ég hefði ekki kynnt mér það sjálfur þá mundi ég vita lítið meira um Frönsku bylltinguna en áhrif hennar á Ísland.
Er t.d. ekki fordómar gagnvart Indó-Kínversku(Víetnam, Tæland, Fillipuseyjarnar) vaxandi vandamál í landinnu. Væri t.d. ekki fínt að leifa fólki að vita um kínverska menningu, samúraja Japans, innrás Djengis Khans svo dæmi sé nefnt.

Er ekki mikilvægt að vita um upprunna tegundar sinnar, merkustu menn okkar, illvirkja, hörmungar og afrek. Það fara ekki allir í mannkynssögu í menntaskóla(alla vega ekki á fjölbrautaskólum, eða hvað?). Sumir fara ekki í framhaldsskóla.

Nú á þessu ári fengum við í samfélagsfræði í hundur bókina “úr sveit í borg”, hún er um borgarvæðingu á tuttugustu öld Íslands.
HVAÐ ER MÁLIÐ! Það er fínnt að kenna þetta í framhaldsskólum, Ísland er ekki ljós heimsins. Fengum líka bók í 9.bekk um Jón Sigurðson, ekki móðgast fólk en gaurinn var enginn dýrlingur, kannski hefðum við frekar getað lært um Evrópu og sögu hennar, hvað sem er, aftur: þetta á að vera kennt í FRAMHALDSSKÓLA.

Aftur á móti þá er ég ekki að halda því fram að menntakerfið heldur okkur dauðum fyrir umheiminum, við fengum að læra smá um stöðu nokkra landa í fyrra. Það var kennt í hálfa önn og ekki meir.

Allmargir nemendur í bekknum gátu ekki þekkt muninn á Afríku og Indlandi. Ég dreg þá ályktun að það hafi einfaldlega verið farið of stuttlega í þetta til að höfða til-eða síast inn í haus hinna “áhugalausu”

Hérna þetta var næststærsti galli við menntakerfið að mínu mati nú á dögum.
Hvað finnst ykkur?

Kv.
Soldie