Gauragangur í FVA... Þessa daganna er verið að æfa leikritið Gauragangur eftir Ólafur Hauk Símonarson í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Æfingar standa nú yfir og er allt á góðri leið. Einnig er verið að smíða leikmynd sem mun á efa verða sú mikilfenglegasta hingað til, og hafa aðstandendur sýningarinnar verið að smíða á fullu allar nætur síðustu vikur. Áætlað er að frumsýna leikritið 23. mars.
Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1993-94 við mjög góðar undirtektir. Þá fóru með aðalhlutverk þau Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og Steinunn Ólína Þorvaldsdóttir.