Mér finnst að ef menn eru á annað borð að taka svona stöðluð samræmd próf á annað borð ætti það nú að vera að minnsta kosti eitthvað byggt á brautinni sjálfri.

Stúdentspróf sem að flestir nemendur taka á brautum:

Málabraut: Enska og íslenska
Félagsfræðibraut: Enska og íslenska (sumir þó stærðfræði)
Náttúrufræðibraut: Íslenska og stærðfræði

Í rauninni segir þetta ekkert um hvað nemandinn hefur lært á brautinni. Því fyndist mér eðlilegra að það væri þá staðlað íslenskupróf á öllum brautunum og þá sérpróf fyrir hverja og eina braut sem hægt væri að velja úr:

Málabraut:
* Enska
* Þýska
* Franska
o.fl.

Félagsfræðibraut:
* Enska
* Félagsfræði
* Saga
* Sálfræði
* Hagfræði
* Stærðfræði
o.fl.

Náttúrufræðibraut:
* Eðlis- og efnafræði
* Líffræði
* Tölvunarfræði
o.fl.

ATH! Ofangreint eru bara vangaveltur, persónulega finnst mér samræmdu stúdentsprófin snúast um það að finna vinnu handa starfsfólkinu á Námsmatsstofnun og í Menntamálaráðuneytinu.

Eða hreinlega hver og ein deild í háskólunum skilgreini hvað þurfi að ljúka af framhaldsskólaáföngum til þess að komast inn í deildina.

———–

Annað sem ég vill að komi fram er að ég skil ekki til hvers í ósköpunum nemendur á félagsfræðibraut sem dæmi (undirritaður er nemandi á félagsfræðibraut) þurfa endilega að taka heila 4 áfanga í þriðja tungumáli??? Ég tel að frekar ætti að reyna að taka meira af samfélagsfræðigreinum í kjarna.
Einnig spyr ég sjálfan mig að því vegna breytingarinnar sem varð á félagsfræðibrautinni í kjölfar ákvörðunar um samræmdu stúdentsprófanna að áfanginn ENS 503 sem að fara átti inn í kjarnann skildi endilega þurfa að vera skorinn af frjálsu-skólavöldu-samfélagsgreinunum í staðinn fyrir t.d. skera það af 3. tungumáli eða jafnvel LAN 103.

————————–

Einnig væri ég ekkert á móti því að bóknámsbrautunum væri fjölgað aftur á nýjan leik.

Dæmi um það sem t.d. mætti gera úr félagsfræðibrautinni:
* Félagsfræðibraut (séráhersla: félagsfræði, stjórnmálafræði, aðferðafræði, +++)
* Hagfræðibraut (séráhersla: hagfræði, stærðfræði, bókfærsla, o.fl.)
* Hugvísindabraut (séráhersla: heimsspeki, saga, o.fl.)

o.m.fl. mætti nefna.

————-

Meira hef ég í sjálfu sér ekki að segja, jú, ég hef reyndar enn eitt að segja: ég vill að menn hætti að hræðast þessi samræmdu stúdentspróf eins og þetta tákni kvalarfullan dauðdaga. Ég er held að menn verði að skoða allar hliðar á málunum áður en menn fara af stað með einhvern hræðsluáróður.