Dagur hinna Fljúgandi Stundaskráar
Það var nefninlega þannig að einn góðan veðurdag rölti ég af stað til að sækja stundaskránna mína. Heilsaði póstmanninum á leiðinni útúr húsi og hugsaði með mér: afhverju í andskotanum er þetta ekki sent með pósti?! greyið póstmaðurin yrði sjálfsagt alveg miðursín ef ég segði við hann sísvona:“nei,nei þetter alltílæj. ég sæki þetta bara sjálfur”. vegna þess að hann þarf hvorteðer að labba í öll húsin í hverfinu. En þeir í skólanum hafa líklega aldrei heyrt um pósthús eða finnst það kanski bara best að allir eittþúsundogeitthvað nemendurnir komi bara hver og einn og standi í röð í svona klukkutíma til að fá þetta eina skítna A4 blað.
Ég hefði líka alveg hugsað mér að vinna fyrir hádegi þennan dag, svo þegar ég hefði komið heim í hádeginu hefði stundaskráin kanski bara beðið eftir mér á gólfinu heima. En nei, bara í undralandi væri svoleiðis hægt.
Alltílæj segi ég, þetta er nú ekki nema korters labb. Svo þegar ég er komin í skólan og búin að bíða í röð í aðrar fimmtán mínútur fæ ég loksins að vita það að ég fæ ekki stunda skránna ókeypis, og ég er ekki með aur ámér,enda staurblankur. !!! var ekki hægt að segja manni þetta eitthvað fyrr. nei,nei, það er nefninlega efnisgjald fyrir einn áfangan og ég þarf þessvegna að labba aftur heim og redda mér pening, labba síðan aftur uppí skólan og standa í röð, AFTUR!
Á leiðinni heim verður mér hugsað til póstmannsins sem mundi örugglega brjótast í grát ef hann heyrði af þessu. Það hefði t.d. alveg verið hægt að senda gíró í pósti, í sama umslagi og stundaskráin kanski. Nei það er bannað! Ég var nú bara mest hissa á að sjá ekki rauðan dregil uppí skóla fyrst þetta er svona hátíðleg athöfn að hún megi ekki fara póstleiðina.
Ég gæti vel hugsað mér að fá stundaskránna bara í e-mail ásamt einhverju gíró númeri og gæti bara borgað þetta með heimabankanum. Ef að ég hefði gert þetta þannig hefði ég getað verið í vinnuni og unnið fyrir stundaskránni og komið meiraðsegja út í plús.
“Humility is not thinking less of yourself,