Nú eru nemendur við MA að vinna hörðum höndum við
uppsetningu á nýjum fréttavef, sem ber heitið muninn.is.
Vefurinn er fréttavefur Skólablaðs MA og er að öllu leyti unnin
innan MA. Á vefnum verður að finna fjölbreytilegt efni sem
kemur skólanum og nemendum við á einhvern hátt.

“Ætlunin er að Muninn verði sílifandi fjölmiðill nemenda og
félagslífs MA, úrval af því sem þar birtist verði síðan ásamt
öðru efni gefið út á prentuðum Munin einu sinni til tvisvar á
vetri. Ritstjóri Munins er Ólafur Haukur Sverrisson 4X og hefur
hann að baki sér harðsnúið lið. Aðalhönnuður hins nýja vefs
er Örlygur Hnefill Örlygsson 1B en auk hans hefur unnið að
uppsetningu og lokafrágangi Helgi Hrafn Halldórsson 2X. ”

Opnunin verður á mánudaginn 19. febrúar 2001.

[spurning frá hugi.is/skoli]
??? - Hvernig standa málin með vefi skólanna. Þetta eru upp
til hópa mjög ílla uppfærðir vefir og óáhugaverðir. Verða
MA-ingar fyrstir til að breyta þessu eða eru aðrir skólar með
flottar heimasíður, sem við vitum ekki af!! Sendið inn
ábendingar um áhugaverða vefi sem tangjast á einhvern hátt
skólalífinu eða félagslífi nemenda!