Sælt veri fólkið

Hvernig er með kynamisrétti ?

Mest hefur nú verið það að stelpum hefur verið mismunað á einhvern hátt og eru allir fúsir til í að laga það.

En hvernig er með misrétti á strákum ?

Ég er nemandi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og í dag þá var bíptest í leikfimi. Nema það að rétt áður en við byrjum þá segir kennarinn hvað við þurfum að fá til að fá 5 og hvað við þurfum að ná til að fá 10, allt í lagi með það, nema að hann segir að stelpur þurfi að fá 5,6 úr bíptestinu til að “sleppa” eða fá 5 í einkunn en strákar þurfa víst að fá 7,6 til að sleppa. Og ef maður vill fá 10 þá verð ég að fá 12,6 sem er bara brjálæði, ég þessi góði tölvunörd :) en stelpurnar þurfa bara að fá 10,6 sem er mun einfaldara. Ég náði 7,6 og náði 5 sem betur fer en ég var alveg útkeyrður eftir það nema ein stelpa sem er með mér í leikfimi náði líka 7,6 nema að hún fékk mun hærri einkunn en hún var 7.

Er þetta sanngjarnt ?
Nei, ég held ekki.

Og allir strákarnir voru ósáttir við þetta nema stelpunum (allaveganna í þessum tíma) var nákvæmlega sama, þær voru bara sáttar við það að ef þær náðu 5,6 þá myndu þær fá 5.

Þar sem feministafélagið segist berjast fyrir “jafnrétti”, þá væri fínt ef þær myndu taka upp hanskann fyrir karlana og jafnvel hækka í áliti hjá mörgum.

Með von um viðbrögð

Drengurinn