Ég er í 8. bekk og ég á erfitt með að læra í tímum. HVers vegna? Vegna þess að það eru nokkrir strákar og nokkrar stelpur sem eiga mjög erfitt með að þegja. Geta gjörsamlega ekki þagað í þrjár mínútur samfleytt. Undarfarna þrjá daga er búið að halda yfir okkur svona minst sex sinnum, frá hinum ýmsu kennurum. Þetta er hreint og beint óþolandi og það fera næstum alltaf helmingurinn af tímanum í að reyna að fá þögn. Þetta eru klárir krakkar sem ég er með í bekk en eru of upptekin að halda ‘kúlinu’.

Svo eru þessar h****** húfur. Strákarnir vilija hafa húfur í tímum og það er bannað en ég einfaldlega spyr: Hvers vegna? Það er ekkert þægilegt að vera með eitthvað drasl á hausnum í marga klukkutíma. Það er allt í einhverju rugli núna því að strákarnir hafa gert uppreisn. Þeir láta ‘gelgjurnar’ líka vera með húfur í tímum og á göngum. Kennararnir eru að klikkast. það er að vera að ákveða að banna allt höfuðfat út af þessum aulum sem vilja meiri athygli en þeir fá. Þetta eru bara stælar. Ef við hugsum okkur skóla í útlöndum. Krakkarnir bera virðingu fyrir kennurunum, þeir eru í skólabúning og allt í fína með það. Þessir strákar eru að eyðileggja fyrir okkur hinum sem hafa áhuga á því að ná lengra en að fara út úr grunnskóla. Og enn og aftur spyr ég ykkur strákana: Til hvers að hafa húfur inni í tímum og inni yfirleitt? Maður tekur húfur þegar maður fer inn heim til sín og þegar maður fer í opinberar byggingar á borð við kirkjur og alþingishúsið. Hvað er málið með ykkur strákana? þetta er ekki það mikið mál.

Skólabúningar: Það var einhver sem sendi grein um að hafa skólabúninga í íslenskum skólum. Ég tel það vera mjög góða hugmynd. Eins og hann sagði þá mundi það stuðla að því að krakkar verða ekki lagðir í einelti vegna þess að þeim finnst bleikur flottur og eru því alltaf í bleiku eða annað slíkt. Þá væri kannski hægt að hanna húfur fyrir strákana ef þeir vilja, sem hylja ekki eyrun. Svo er náttúrulega hægt að skylda nemendur að vera í brúnum, gráum, svörtum, rauðum, bláum fötum svo að allir virðist eins, enn hönnun fatanna passa hverjum og einum fyrir sig. Og ef foreldrar sjá sig ekki hafa efni á því að kaupa búninga væri hægt að kaupa svona notaða á lægra verði. Það væri jafnvel hægt að lána þá.

Takk fyrir mig og fyrir að lesa bullið í mér.

Saga