Ég stunda nám við Framhaldskóla Vesturlands og þar er mjög óþolandi sögu að segja frá fjarvistarkerfinu sem þar er við lýði.
Ég er að byrja aftur í skólanum eftir 2 ára frí og er orðin 21 árs. Áður en ég tók mér frí úr skóla varð það þannig að ef þú varst með undir 50 punktum þá færðu auka einingu, ef þú ert með yfir 50 og til 99 færðu ekki enga einingu, ef þú ert með 100 -149 þá færðu mínus einingu og ef þú ert með 150 - 199 þá með 2 mínuseiningar en yfir 200 ertu rekinn. Mér fannst þessar reglur alveg tala fyrir sig sjálfar og kunni ágætlega við þær. Ef maður varð veikur þá kom maður með vottorð frá lækninum og þessir punktar voru dregnir af manni en fyrstu 50 punktarnir voru aldrei dregnir frá, þannig að ef maður mætti illa þá gat maður allavega ekki fengið + einingu fyrir að svindla á kerfinu og fá alltaf vottorð.

En þegar ég kom í skólann núna á þessari önn var verið að taka nýtt kerfi í notkunn. Það er þannig að öll fjarvistarstigin eru reiknuð í prósentum. önninni er skipt 3 í 5 vikur. og ef þú færð minna en 80% mætingu í skólanum á 5 vikna tímabilinu þá ertu rekin, og það er sko ekki erfitt, því samkvæmt reglunum máttu ekki koma með vottorð nema á 3 degi veikinda, eða ef þú ert veikur í 3 daga eða meira, sem er soldið asnalegt því stundum er maður kannski bara veikur í einn dag eða 2 daga.Og ef maður er veikur í 3 daga og kemur með vottorð fyrir það þá er bara 3 dagurinn og umfram það er reiknað frá. Og eins og ég er með 18 einingar í töflu og þá má ég ekki vera veik í 3 staka daga þá er ég rekin. Skólameistarinn er líka búin að hringja á sjúkrahúsið hér í bæ og banna læknum að gefa framhaldskólanemum vottorð nema að það séu meira en 3 daga veikindi, sem mér finnst alveg með ólíkindum að hann leyfi sér að gera,ekki er hann að borga fyrir þessi vottorð ef við viljum kaupa þau!
Svo var ég líka að spá, fær skólinn ekki borgað fyrir að sem flestir mæti í prófin? afhverju er hann þá að reyna að losna við meirihlutann úr skólanum, því það eru mikill meirihluti sem á nú þegar í vandræðum með fjarvistarstigin og á þá í hættu að vera rekin.
Þó að þetta sé skóli og manni er ekki leyfilegt að skrópa í tímum þá er líka oft sem kemur eitthvað uppá, einhver deyr, maður er veikur, og margt margt fleira, sem er ekki tekið tilit til.
Mér finnst nú alveg lágmark að ef þetta á að vera svona að maður eigi að geta komið með vottorð þegar eitthvað kemur uppá.
Ef þeir eru að gera þetta til þess að við getum ekki svindlað á kerfinu og svona þá er það bara rugl, því þetta eru algjörar nasista reglur. Þeir sem eru með einhverja glóru í hausnum vita að þeir sem mæta best í tímana þeir eru með hæstu einkuninna, þess vegna reynir maður með öllu móti að mæta í alla tímana til þess að geta náð áföngunum.

Það væri gaman að heyra frá hvernig punktakerfin eru í ykkar framhaldskólum?
Eða hvort einhver hefur heyrt um svona punktakerfi eins og er hjá mér?

Takk fyrir ef þið hafið nennt að lesa nöldrið mitt alveg hingað:)
Kveðja Sigga
Kveðja Sigga