Sælir kæru hugarar.

Þetta er mér nú ekkert hjartans mál en samt þess virði að skrifa grein um það. Málið er það að ég er nemandi í Iðsnkólanum í Reykjavík og það er víst bara gott mál nema hvað að fyrir tveimur árum síðan eða svo, sennilega aðeins meira var farið út í það að laga bílstæðin við Hallgrímskirkju og Iðnskólan í Reykjavík, en og aftur, gott mál það. Síðasta sumar var unnið hörðum höndum við það að klára þau bílastæðiu sem gerð voru við kirkjuna og var það að mestu leiti búið þegar skólinn byrjaði, allavega var hægt að leggja á aðalbílastæðinu fyrir framan skólan. En núna er svo komið að í sumar var byrjað á því að laga stæðin fyrir framan aðalbygginguna sem er stærsta bílstæðið en það var því miður langt frá því að vera tilbúið þegar skólinn byrjaði. Þannig að núna þurfa allir nemendurnir sem koma á einkabílum í þennan nærst stærsta skóla á landinu að leggja við Vörðuskóla sem er náttúrlega fáránlegt þar sem bílastæðin þar anna engan veginn eftirspurn. Þess vegna bregða sumir á það ráð að legga við Hallgrímskirju en því miður er það svoleiðis að ef maður setur svo lítið sem hálft framhjól upp á stétt þá fær maður sekt. Svo að sumir leggja við Landspítalann Háskólasjúkrahús þar sem eru næstum alltaf laus stæði. En hvað birtist svo á stóra auglýsingaspjaldinu sem blasir við manni þegar maður gengur inn í skólan? Jú, við erum vinsamlegast beðin um að leggja bílunum okkar ekki þar. En þetta er náttúrlega fáránlegt, það var meirað segja kennari sem sagði mér það að í sumar voru einungis tveir menn að vinna þarna í langan tíma bara með skóflur og eina hjólböru. Afhverju var ekki lögð áhersla á að þetta yrði tilbúið áður en skólinn byrjaði?
Verklok eru því miður 30.sept. Þetta er orðið mikið vandamál og ég um marga sem eru að koma allt of sein í tíma og jafnvel missa af þeim og þá er okkur ekki gefinn neinn séns heldur. Er þetta svona í fleirri skólum líka því ef svo er þá er hérna virkilegt vandamál á ferð. Ég sjálfur er úr Grindavík og get því ekki tekið strætó og það á við mjög marga.

En eins og ég segi þá er þetta bara eins og það er og ekkert vð því að gera, en mér finnst bara heimskulegt að þetta skuli ekki vera tilbúið áður en skólinn myndi byrja.

Að öðru leyti þakka ég bara fyrir ef einhvern hefur nennt að lesa þetta.
Otti R. Sigmarsson
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian