Ég flutti í íbúðina þegar ég var fjagra ára. Þá var húsið nýtt og fullt að fólki líka að flytja í húsið. Þá eignaðist ég strax vinkonu sem heitir Dísa. Dísa er tveim árum eldri enn ég. Svo byrjaði ég í skóla.Í fyrsta bekk þá átti ég bestu vinkonu. Hún hét Tinna. Við vorum alltaf saman. Við töldum okkur gáfaðastar í bekknum! Við vorum búnar að ákveða að vera bestu vinkonur lengi,lengi. Enn í öðrum bekk kom önnur stelpa og tók hana burtu frá mér.Mér fannst þessi stelpa ekkert rosalega skemtileg svo ég fann mér aðra bestu vinkonu enn það tók smá langan tíma eða um hálft skólaár.Og þessi vinkona fannst mér vera sú besta í heimi. Hún hét Ragna. Við alltaf saman. Ég man varla eftir því að við rifumst. Við vorum perluvinkonur. Bekknum var skipt þegar við vorum að fara í þriðja bekk og ég og Ragna vorum saman í bekk. Og svo var líka stelpa sem hét Fríða og 3 strákar sem hétu Páll, Kári og Ragnar (tvíburabróðir Rögnu). Ragna var alltaf svo frökk og ófeimin! Hún dró mig inn í bekkinn.Þriðji bekkur fannst mér æðislegur! Og fjóri bekkur var hreint og beint frábær. Í fjórða bekk lék ég mér mikið við Rögnu og fullt af öðrum stelpum. Ragna var vinsælasta stelpan í bekknum og ég var ánægð að hún væri besta vinkona mín! Við hlógum og hlógum allt skólaárið og mér hefur aldrei fundist jafn gaman í skólanum! Enn svo sumarið áður enn við vorum að fara í fimmta bekk sagði Ragna mér að hún væri að fara að flytja. Við ákváðum að vera í sambandi enn ég trúði þessu ekki samt. Þó að Ragna sagði mér þetta aftur og aftur ég trúði þessu ekki. Ég trúði þessu ekki fyrr enn Ragna sagði mömmu minni þetta og þá trúði ég þessu! Um leið og ég trúði þessu þá óskaði ég mér að það mundi flytja önnur stelpa í íbúðina hennar Rögnu sem væri jafngömul okkur og jafn skemtileg og Ragna. Svo byrjaði fimmti bekkur. Ég lék alltaf við Siggu og Köru. Við vorum góðar vinkonur enn samt ekki bestu vinkonu. Kara átti tvær bestu vinkonur. Þær hétu Sóley og Salóme. Salóme var búin að vera í bekknum okkar síðan í fyrsta bekk enn hún flutti og var ekki með okkur í fimmta bekk. Enn Sóley var einu ári eldri enn við. Sigga átti einga bestu vinkonu og hjá mér var Ragna ennþá besta vinkona mín. Svo þegar Ragna flutti fór smaband mitt við hana að rofna enn samband mitt við Dísu að magnast. Dísa bjó á sömu hæð og ég og var tveimum árum eldri enn ég. Við urðum svo bestu vinkonur. Og erum það enn (eða það held ég). Svo þegar ég var að verða búin með fimmta bekk þá flutti Dísa. Mér fannst þá tilgangslaust að finna mér bestu vinkonu því að stelpurnar í bekknum voru flestar tvær og tvær bestu vinkonur. Nema Jóna og Katrín og svo Sigga. Enn svo byrjaði ég að leika mér alltaf við Jónu síðasta hálfa mánuðinn sem var eftir í skólanum og við urðum bestu vinkonur. Yfir sumarið þá heyrðumst við ekkert rosalega mikið enn svo byrjaði skólinn og við lékum okkur saman. Ég treisti henni fyrir leyndarmálum og hún mér. Ég þagði eins og steinn enn hún var alltaf að hóta að segja einhverjum frá því. Ég sagði henni hver mér fannst sætastur í bekknum okkar og hún var alltaf að hóta að segja honum að mér finnist hann sætastur í bekknum. Ég sagði henni líka að ég væri með strák sem heitir Unnar og ég sagði henni hver það var enn hún held ég að sé búin að segja einhverjum frá því. Enn ég sagði Köru það og þegir eins og steinn. Svo finnst mér Sigga mjög skemtileg enn henni finnst hún kennarasleikja. Svo vorum við að tala við Siggu á MSN og hún byrjaði að segja við Siggu kennarasleikja og alskonar þannig bullerí. Mér fannst það leiðenlegt og sagði henni að hætta því enn hún hætti ekki. Svo vorum við að tala við Unnar á MSN og hún fór að segja:
Ég á marga kærasta. Ég er að slumma stráka. Ég hætti bráðum með þér. Og eitthvað þannig. Mér fannst það leiðenlegt. Núna veit ég ekki hvað ég á að gera. Á ég að leika við Köru og Siggu eða á ég að leika við Jónu?