Nýsköpunarkeppni grunnskólanema 2000 á vefinn. Nú er hægt að taka þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema á vefnum, en keppnin er haldin í tíunda sinn. Veitt eru verðlaun fyrir hönnun, uppfinningar og hugbúnað, en meginmarkmið keppninnar er að hvetja nemendur til skapandi hugsunar og frumkvæðis. Skilafrestur er til 19. mars.

Verðlaunaafhending og sýning verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 8. september næstkomandi kl. 14:00 og eru allir þátttakendur boðnir velkomnir.

Segir í tilkynningu að á vef keppninnar geti nemendur þróað hugmyndir sínar með hjálp upplýsingatækni, en vefsíðan er gagnagrunnstengd. Nemandi getur eignast eigið athvarf á vefnum sem er læst heimasvæði og varðveitt hugmyndir sínar og þróað þær. “Á sama tíma getur hann sótt sér aðstoð og ráð til umsjónaraðila keppninnar.” Þá kemur fram að sérstök veftól fyrir hugmyndasvæði nemendans séu einnig í smíðum. “Þar má nefna veflægt teikniforrit aðlagað að þörfum markhópsins, hugstormunartæki, þarfalisti nemandans, samskipti á sýndarveruleikasvæði, leit fyrir nýnæmi ofl.”

Vefurinn hefur einnig verið gefinn út á ensku og munu nokkrir erlendir skólar taka þátt í keppninni. Stefnt er að evrópukeppni á næsta ári. Dönsk útgáfa er einnig í smíðum og verður vinnu við hana lokið í næstu viku.

Slóðin er: http://www.inet.is/keppnin

<grein fengin hjá skolatorg.is