Ég hef nokkuð verið að fylgjast með því hvað skólaárið er alltaf að lengjast, ásamt einnig skóladeginum. Ég hef einnig talað við eldra fólk, svo sem foreldra, frændur, frænkur, ömmur og afa, og engin man eftir því að krakkar í grunnskóla hafi nokkurn tíman þurft að vera í skólanum fram í júní fyrr en bara núna nýlega. Ofan á þetta allt leggst svo lengd skóladagsins sem er orðinn mjög langur að mínu mati, enda er ég tvo daga í viku til kl. 16:20 í skólanum, einn dag til 15:40, og svo tvo daga til 14:40. En þá er ekki allt búið því að nú er kemur að heimanáminu, sem tekur oftast svona 1-2 klukkutíma. Segið mér svo, hversu mikinn tíma hefur maður þá frjálsann, td. í íþróttaiðkun og félagslíf? Svo eru náttúrulega líka margir unglingar sem vinna með skólanum.

Vankantar á skólakerfinu:

- Prófin eru oftast í lok maí, AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM ERU ÞEIR ÞÁ AÐ LÁTA KENNSLU VERA FRAM Í JÚNÍ, ÞEGAR VIÐ ERUM BÚIN AÐ TAKA LOKAPRÓFIN.