Ég er einn af þeim sem eru að klára grunnskóla og vil þessvegna reyna að hjálpa komandi grunnskólanemendum á Tálknafirði og landinu öllu að læra að virða náttúruna og krefjast þess að það verði búið að koma upp endurvinnslukerfi í skólanum fyrir lok þessa árs, enda á grunnskólinn að vera “stökkpallur” fyrir okkur út í framtíðina.

Þessi framtíð er alltaf að verða verri og verri og ég ætla að reyna að neyða skólan til þess að punga út þessum tunnum (sem fást frítt í bæjarfélaginu mínu) og kenna komandi kynslóðum að virða náttúruna og koma þeim í skilning um að framtíð þeirra og barna þeirra byggist á því hvernig þau fara með Móður jörð.

En ég ætla að skrifa bréf til Tomma Inga í menntamálaráðuneitinu og láta hann vita um stöðu mála og vantar þessvegna upplýsingar frá öllum grunnskólanemendum um hvort það sé endurvinnslukerfi í ykkar skóla, því ég held að við semum ekki eini skólinn á landinu þar sem ekkert endurvinnslukerfi er til staðar.

Með fyrirfram þökk MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”