Samræmd próf eru virkilega gölluð og asnaleg. Í raun og veru er ekki verið að prófa hvað maður kann heldur hvort maður kemst framhjá öllum gildrunum og því sem þeir eru að hanna allt árið.
Ég var t.d. í Samræmdu prófi í ensku áðan. Þegar ég var búinn með að vera frammi eftir prófið í u.þ.b. mínútu þá frétti ég að það voru tvær ritanir en ég hafði aðeins séð og gert eina. Ég fór og ætlaði að gá hvort ég gæti ekki fengið að taka hana þar sem hún skiptir mig líklega sköpum hvort ég næ prófinu. En það eina sem ég fékk var “sorry”.
Þeir eru svo formlegir og flottir þessir djöflar sem búa þessi próf til að þeir geta ekki sínt smá mannlega hlið. Þetta finnst mér virkilega gallað og asnalegt.
Það fer líka í taugarnar á mér þetta stress sem er verið að byggja upp í manni allt árið í kringum þessi próf. Manni er sagt að maður endi hreinlega bara sem einhver aumingji ef maður nær ekki öllum prófunum. Þessi samræmdu próf eru bara hreint rugl.
rokk er betra en þarflaus ræða