Ég átti eftir að bæta smá bút við greinina mína um Menntaskólans á Egilsstöðum, sem kemur núna:

———————————–

Félagsl íf í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum er sameiginlegt félag allra dagskólanema í ME og hefur það hlutverk að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna fyrir skólaráði, o.fl.
NME sér um að skipuleggja stærstu viðburðina í félagslífinu, eins og Busavígsluna í 1. viku septembermánaðar, busaball, Árshátíð ME - 1. desember og ball með, Barkann - söngvakeppni ME og undankeppni fyrir stóru söngvakeppnina, Þorrablót og Sumargleði, svo lengi mætti telja.

Tónlistarklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum (TME) hefur það hlutverk að sameina krafta þeirra sem eitthvað kunna á hljóðfæri í skólanum, halda m.a. tónlistarkvöld og hefur séð um undirspil í Barkanum, o.s.frv.

Videóklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum (VME) sér um upptöku á helstu viðburðum skólans sem talin eru upp í NME hluta greinarinnar. Einnig reyna þeir að nýta hæfileika þeirra sem hafa kvikmyndagerðarblóð í æðum sér. Þeir luku nýverið við kvikmynd í fullri lengd sem ber heitið ,,THE CONTAINER II" og er framhald af stuttmynd sem formaður klúbbsins gerði 3 árum áður.

Role-play klúbburinn sér um að halda spilakvöld í hlutverkaspili og eru allir velkomnir sem vilja prófa.

Íþróttaklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum (ÍME) sér um að halda íþróttafélagsandanum í nemendunum og stendur fyrir æfingum í allskonar greinum eins og fótbolta, körfubolta, bandý, blaki, handbolta, o.fl.

————————

Þetta voru helstu punktarnir í félagslífi skólans, en ef ég finn eitthvað fleira skal ég setja það inn.