Það kannast örugglega margir við það að kennarar láti skap sitt bitna á nemendum. Ég lenti í því mörgum sinnum þegar að ég var í grunnskóla enda strákarnir frekar óþekkir og með leiðinlegar athugasemdir um vaxtarlag kennarans (ef að það var kona) eða segjandi kennaranum að steinhalda kjafti þótt að hann væri að reyna að kenna. En nóg um það.
Núna er ég 19 ára og komin í fjölbraut og flestir eru búnir að þroskast (bara staðreynd að sumir neita að þroskast þótt að þeir séu komnir með aldur til) þannig að engin svona truflun er í kennslu og hvað þá svona athugasemdir. Við erum öll orðin fullorðið fólk og ber okkur að tala til hvors annars sem slík. Flest okkar erum í skóla vegna þess að við viljum það(alla vega á mínum aldri, þessir yngri eru kannski flest vegna vilja foreldra þeirra og vita ekki hvað þau ætla að gera enn)
En í mínum skóla (veit ekki með aðra) finnst mér sem að þetta með virðinguna hafi gleymst hjá sumum kennurum. Hef lent hjá kennara sem að talar niður til sumra nemenda sinna og leggur þá í einelti. Jú jú maður lærir hjá henni en hún gæti nú alveg sleppt skítkastinu. Vinur minn var í bekk hjá henni í hægferð og hann á við námsörðugleika að stríða eins og margir og þegar að hún lagði eitt sinn fyrir bekkinn verkefi var hann stoltur að hafa getað það fínt og þegar að hun kom að kíkja hjá krökkunum tók hún blaðið og hélt því uppi yfir bekknum og sagði: ,,sjáið XXX gat þetta! Þá geta nú allir þetta!" og síðan setti hún blaðið aftur hjá honum og gekk snúðugt burt. Svona gekk þetta lengi og var hún oft verri. Einnig lenti ég í henni og veit um aðra. Veit að vísu ekki hvort að hún er búin að breytast eitthvað en hef ekki heyrt annað en að hún sé eins. Nema það að vinur minn sagði sig úr áfanganum vegna þess að hann bara þoldi ekki við.
Í dag var ég síðan í íþróttum og var slökun vegna prófanna. Við vorum með slakandi tónlist og dýnur og var hver um sig.
Kennarinn sagðist koma aftur eftir 50 mín og þá mættum við fara. Hann fór út og fóru sumir að slaka á en sumir spjölluðu saman. Sumir lágt aðrir hátt…Nema það um 25 mín seinna kemur hún strunsandi inn og rekur alla út og segir að þetta fáum við fyrir að halda ekki kjafti! Sumir voru þá þegar sofnaðir (vinkona mín) og voru þeir bara rifnir út og sagt að drífa sig út.
Kennarinn sagði okkur að við ættum að fara í ratleik og það myndi taka svona klst! og þá vorum um 25 mín þangað til að við höfðum mátt fara (í fyrri tilkynningu) og um hálftími þangað til að áætlaður tími væri búin.
Margir spurðu hvað þeir ættu að gera sem að áttu að mæta í tíma á eftir og þeim var bara sagt að þá myndu þeir bara koma seint! og þeir gætu bara sagt að það hafi verið útaf verkefni í íþróttum!
Nema það að við gerðum þetta en svindluðum smá enda vorum við komin meira en 15 mín yfir tímann hjá okkur og sumir búnir að mæla sér mót annarsstaðar. Sumir stungnir af og svona. Og það fáránlegasta var að þesski kellingarbeygla er ekki einu sinni kennarinn minn og á því ekkert að geta skipað manni eitt eða neitt.
Anyway…mig langar að spyrja hafa kennarar einhvern rétt til að halda manni lengur( en áætlaður tími kennslustundar) í kennslustund? ég meina þetta er ekki grunnskóli þar sem að maður er látin sitja eftir eða eitthvað? Og maður getur mætt í sjálfu sér þegar að maður vill (fær bara punkta) og maður kallast nú fullorðin þegar að maður er komin í fjölbraut.
Hafið þið lennt í einhverju svona?
Svör óskast
Takk fyrir Alexei

p.s. afsakið stafsetninguna, var á hraðferð
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making