Loksins, já loksins er hið langþráða páskafrí að skella á.

Maður er búinn að vera að vinna að því eins og vitleysingur að læra og læra úr sér heilann og gjörsamlega í kreppu hvað varðar frístundartíma.

Það er satt að segja nauðsynlegt til að lifa af lokasprett vorannarinnar að fá 2 vikur í hvíld svo maður hafi nógan tíma til að hita sig upp fyrir prófin, því í ME eru aðeins 5 kennsludagar eftir páska og síðan prófin.

En þar með er ekki öll sagan sögð, sumir (líkt og ég) þurfum að vinna fyrir okkur til að eiga fyrir mötuneytisgjaldinu í maí.

Þess vegna er páskafríið góður tími til að vinna og um leið er það í rauninni slakandi, þar em að maður kemst loksins í eitthvað annað en eilífan hausþeyting sem er alveg að fara með mann.

En það sem kennarar eiga mjög til er að setja á okkur nemendurna allskonar stór verkefni sem gera það að verkum að maður þarf svo að segja að sitja við þau nánast alla páskana, svo aftur verður lítið úr frístundatíma.

Í sjálfu sér er hugsunin hjá kennurunum sú að nýta tímann vel, en ekki í páskafríinu. Því er ég ekki hrifinn af.

Sigurjón Þórsson
nemandi í ME