Söngvakeppni framhaldsskólanna fór fram síðastliðinn laugardag og mig langar að segja svolítið frá henni. Ég fór á hana og fannst bara helvíti gaman, það var mjög góð stemmning og góður mórall í flestum og allir skemmtu sér að ég held bara mjög vel.

Ég nenni nú ekki að segja frá öllum þessum 25 lögum, en ég ætla að segja frá þeim lögum sem mér fannst skemmtilegust og athyglisverðust.

Fyrsta lagið, með Kvennaskólanum í Reykjavík fannst mér mjög flott og framkoman hjá söngkonunni var það sömuleiðis. Mjög hresst lag. Hún söng lagið “Bakvið dimmrauð gluggatjöld” eða “River Deep, Mountain High”.

MA var með rólegt og fallegt lag, “Vísur Vatnsenda-rósu” og var það lag svolítið breytt, með hjálp strengjasveitar sem spilaði undir.

MR-lagið fannst mér bara fyndið, bara gaman að því. Við í skólanum mínum vorum alltaf að syngja þetta eftir keppnina. “Tökum flugið saman, saman!” Snilld þegar hann fékk sér banana og sendi sér sjálfum einkunn..

VMA fannst mér mjög gott, fallegt lag og ekki var söngvarinn síðri!! Hann söng “Elska þig enn” eða “Still Loving You” með Scorpions. Algjör töffari :)

FSU lagið var svo flott að ég get ekki einu sinni lýst því með orðum! Það var lagið “Vöðvasafnið” eða “Muscle Museum” með Muse sem strákur að nafni Sigþór söng með hjálp vinar síns sem spilaði a rafmagnsgítar. Ég held ég hafi ekki heyrt flottari lög í þessari keppni. Að mínu mati þá hefði það átt að vinna og það með yfirburðum!

Þegar söngvarinn frá MÍ var að gera sig tilbúinn þá varð rafmagnslaust í tvígang og greyið hann, þurfti að bíða á sviðinu á meðan. En þetta kom nú allt saman og stóð hann sig nú bara mjög vel. Hann söng lagið “Litríkur” eða “Colorful” úr myndinni Rock Star. Söngvarinn var algjört krútt!!

MK var með mjög skemmtilegt atriði, “Somebody to love” með Jim Carrey eða “Hjá sof”.. Það var bara snilld, sérstaklega þegar hún sagði: “Rís, þú átt það alltaf skilið!!” og “Óli Palli, Óli Palli!!” Geðveikt fyndið. Hún var einmitt í 2.sæti fyrir bestu sviðsframkomuna.

Sjónvarpstónlistaratriðið frá MH fannst mér snilld, það var geðveikt flott og fyndið..

Lagið frá ME, “Nobody´s Wife” eða “Verð aldrei þín” var mjög flott pg rokkað.

“Sigling” eða “Sailing” með Verkmenntaskóla Austurlands var alveg rosalega fallegt lag og vel sungið, maður fékk gæsahúð við að heyra það.

Menntaskólinn að Laugarvatni var með mjög flott og fjörugt atriði. Hann var með lagið “Taktu mig með” eða “Take Me Away” með Jet Black Joe. Það voru dansarar, strákur með eld og strákur í bakrödd sem var bara í slopp og fór svo úr honum þegar lagið var búið! Hreint út sagt frábært atriði og að mínu mati hefði það átt að vinna besta fyrir besta atriðið.

Það var mjög lítið af svona lögum sem maður var ekkert að fíla, og er það bara gott mál.

En úrslitin urðu þannig að MA vann, FSU varð í öðru sæti og Borgarholtsskóli með lagið Þá sá ég þig.
Bestu sviðsframkomuna vann einnig FSU, MK var eins og fyrr sagði í 2.sæti og ML í því þriðja.

Það var samt tvennt sem setti smá skugga á keppnina, annað var að kynnarnir voru alveg rosalega leiðinlegir, voru alltaf að segja það sama og voru með þvílíkt ömurlega brandara sem maður var að vrea brjálaður á.
Síðan fannst mér alveg fáránlegt að besta sviðsframkoman var bara dæmd í gegnum sms-kosningar. Dómnefndin réð engu um það, og sagði hún líka sjálf að henni fyndist það ekki nógu gott. Það fer líka svo mikið eftir stærð skólans, eins og í FSU eru um það bil 800 nemendur, en í ML bara um það bil 150. Ég er ekkert tapsár eða neitt þannig, ég er bara að segja frá staðreyndum.
Líka það að allir sem ég er búin að tala við í mínum skóla náðu aldrei inn þegar þeir voru að kjósa úr símunum sínum. Ég ætla bara að vona að þetta sms-skipulag verði ekki endurtekið næstu árin.

Ef að ég hefði ráðið hverjir myndu vinna, þá yrði röðin svona:

1.sæti: FSU-Vöðvasafnið
2.sæti: MA-Vísur Vatnsendarósu
3.sæti: Verkmenntaskóli Austurlands-Sigling
Besta sviðsframkoma: Menntaskólinn að Laugarvatni-Taktu mig með

Ég skemmti mér sem sagt mjög vel á þessari keppni, og væri ánægð ef að þið mynduð segja frá ykkar skoðun líka.
Takk fyrir
Kveðja,
friend
Ég finn til, þess vegna er ég