Hér hefur verið fjörug umræða um kosti bekkjakerfis / áfangakerfis sem og hvaða framhaldsskólar eru “bestir” Í stað þess að reyna að svara hverri og einni grein þá ákvað ég að skrifa eina sem tekur á flestu því sem komið hefur upp í umræðunni

Bekkja- og áfangakerfi hafa bæði kosti og galla

Bekkjakerfi
Helsti kostur: Þú kynnist vel þínum bekkjarfélögum og EF þú átt samleið með þeim þá myndast líklega tengsl sem vara alla æfi

Helstu gallar:
-Þú er neyddur til að taka farmhaldsskólann á 4 árum
-Þú hefur lítið val um námsbrautir og fög sem þú tekur
-Ef þú hefur lent í einelti eða öðrum leiðindum í grunnskóla og fylgir þínum bekkjarfélögum úr grunnskóla í framhaldsskóla þá verður þú líkleg fyrir áframhaldandi ofsóknum þar
-Þú þarft að taka allar námsgreinar á ákveðnu ári aftur ef þú nærð ekki meðaleinkunninni 5 á ákveðnu ári

Áfangakerfi
Helstu gallar:´
-Þú ert aldrei með algjörlega sama fólkinu í tíma og þessvegna er hætta á að þú kynnist eða tengist ekki mörgum mjög náið

Helsti kostir:
-Þú ræður þínum námshraða, þú getur tekið framhaldsskólann á 3-6 árum, allt eftir þínum högum
-Fjölbreytt val um námsbrautir
-Þú kynnist ólíku fólki úr mismunandi grunnskólum, á mismunandi aldri og með mismunandi bakgrunn
-Ef þú fellur í einni eða fáum námsgreinum tekur þú þær upp aftur án þess að falleinkunnin hafi áhrif á meðaleinkunnina þína eða gengi í öðrum námsgreinum

Hvort fólki hentar að vera í bekkjar- eða áfangakerfi fer algjörlega eftir hverjum og einum og því er alls ekki hægt að alhæfa um það hvort kerfið er betra, bæði kerfin hafa sína kosti og galla!!

Ef þið eruð ekki viss hvort kerfið hentar ykkur setjist þá niður og reynið að átta ykkur á því hvort kerfið hentar ykkur betur…. Aðhald og nánd við þröngan hóp eða frelsi kynni við mikið af nýju fólki?? Ráðfærið ykkur við námsráðgjafa, vini og foreldra!

Hvaða skóli er bestur??
Enginn!! Allir framhaldsskólar hafa sína kosti, galla og sérkenni! Það sem þú skalt hafa í huga við val á framhaldsskóla er fyrst of fremst “Hvað vil ég fá út úr framhaldsskólanum og hvað hentar mér”??

Ef þú vilt verða smiður, rafvirkji, hárgreiðslumeistari, hönnuður eða eitthvað slíkt er líkleg algjör óþarfi fyrir þig að fara í fjögurra ára bóknám í framhaldsskóla.. þú ferð í iðnskólann!

Ef þú stefnir að frekari bóknámi þá velur þú bóknámsbrautir í mennta- eða fjölbrautarskóla sem hentar þínum framtíðarplönum og væntingum til framhaldsskólans.

Margir eru ekki með það á hreinu hvert þeir stefna! Farðu þá í þann framhaldsskóla sem þú telur að þér líði vel í! Því þetta eru að öllum líkindum þau ár ævinnar sem verða þér efst í huganum þegar fram í sækir!

Gangi ykkur vel:)