Stundatafla

Stundatöflur í grunskólum eru mjög skipulagðar og það er reynt að hafa þær eins þéttar og hægt er.
Þegar svo komið er í framhaldsskóla þá eru stundatöflurnar mjög sundraðar og oft eru svo margar eyður að það er einfaldlega hægt að skreppa bara heim til sín og hanga þar í einhverja tíma.
En afhverju er ekki reynt að þjappa þessum stundatöflum aðeins saman svo að krakkarnir séu þá frekar búnir fyrr í skólanum í stað þess að þau sé alltaf í nokkrum eyðum á dag, eða slíkt.
Sumir tímarnir, ef við tökum sem dæmi DAN103, það eru margir kennarar sem kenna það og það eru ekkert endilega fullsetnir tímar svo væri ekki hægt að hafa tvo í stað þriggja kennara og hafa þá bara fullsetna tíma með hámarksfjölda nemanda?
Aldurinn í menntó skiptir ekki jafn miklu máli lengur og því er það oft að maður lendir með einhverjum hálf þrítugum konum eða körlum í tíma sem kannski verður til þess að maður haldi að þau séu nú miklu betri en maður sjálfur í þessu ákveðna námsefni, sem verður þá til þess að maður missir sjálfsálitið smám saman, án þess að fatta að það hefði enginn tilgangur verið í því að hafa áhyggjur því þetta fólk kann nákvæmlega jafn mikið í því bóklega en þú sjálfur, þó að það hafi lifað lengur…..!
Hvernig er stunataflan ykkar? Eru margar óþarfar eyður?