Fréttatilkynning frá Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Norðurland vestra á Sauðárkróki.



V/ samræmdra prófa á framhaldsskólastigi.



Árið 1992 var svokölluð 18 manna nefnd skipuð af menntamálaráðherra, til þess að móta nýja menntastefnu og endurskoða lög um grunn- og framhaldsskóla. Nefndin lagði fram frumvarp til nýrra laga þar sem meðal annars var lögð áhersla á að komið yrði upp samræmdu námsmati í grunn- og framhaldsskólum.



Lögin voru samþykkt árið 1996 og þar má finna ákvæði um samræmd próf á framhaldsskólastigi



Núna 10 árum eftir að fyrst var hugað að samræmdum prófum á framhaldsskóla stigi hyllir undir að þau verði að veruleika. Á síðustu 10 árum hefur þó ekkert gerst í samræmingu framahaldsskólanna heldur þvert á móti hefur verið unnið öttulega að því að gera hvern skóla sem sjálfstæðastan og allir framhaldsskólar hafa verið hvattir til að rækta sína sérstöðu. Sem dæmi má nefna að hér við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem staðsettur er í mekka hestamennsku á Íslandi, eru kenndir áfangar i hestamennsku er kallast Jór. Þetta eru áfangar sem veita nemendum svokölluð “knapamerki” sem eru fimm talsins og segja til um kunnáttu nemandans í hestamennsku. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur þjónað þörfum nemenda á Norðurlandi vestra frá stofnun hans árið 1979 og hefur kappkostað að bjóða upp á fjölbreytt námsfarmboð bæði á bóknáms- og verknámsbrautum.



Miðstjórnun sem þessi er því skref afturábak frá því starfi sem hefur verið unnið í átt að “sjálfstæði” skólanna



NFNV ( Nemendafélag Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra ) lýsir yfir megnri óánægju með það að lítið sem ekkert samráð hefur verið á milli Menntamálaráðuneytis og nemendafélaga framhaldsskólanna. Það er skylda nemendafélaga samkvæmt tilskipun frá ráðherra að hverjum skóla beri að hafa nemendaráð/félag sem fer með réttindi nemenda innan skólans. Það er því algjörlega óviðunandi að ráðuneytið sjái ekki ástæðu til þess að hafa samráð við nemendafélögin í landinu.



Þá hefur komið fram óánægja með að starfsmenn ráðuneytisins hafa greinilega ekki verið upplýstir nógu vel til þess að geta veitt nemendafélögum upplýsingar. Auk þess þykir okkur hjá NFNV vert að benda á að svo virðist sem Námsmatstofnun hafi ekki verið upplýst nógu vel, og skrifast það á Menntamálaráðuneytið.



Stjórn NFNV ásamt öðrum nemendafélögum leggur á það ríka áherslu að verklag og undirbúningur prófanna verði tekin til endurskoðunar þar sem nemendafélög verði upplýst frá upphafi um gang mála.



Í dag 19.02.2003 hóf NFNV mótmælin með því að stjórn nemendafélagsins undirritaði, ásamt nemendum FNV, þessa yfirlýsingu.



Vér undirrituð, krefjumst þess að verklag samræmda prófa á framhaldsskólastigi verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Við viljum um leið mótmæla hversu lélegur undirbúningur hefur verið á flestum atriðum varðandi þetta mál, það er krafa framhaldsskóla nemenda að próf af þessari stærðargráðu séu undirbúiðn af ýtrustu varkárni og fagmennsku.

Þessi bók sem við söfnuðum undirskriftum í verður svo send til annara skóla á mánudag þar sem hún fer koll af kolli til allra skóla á landinu. Að lokum verður bókin afhennt menntamálráðherra í páskrafríinu. FYLGIT MEÐ ÞVÍ HVENÆR BÓKIN ER Í YKKAR SKÓLA



Einnig er það krafa nemendafélaga á framhaldsskólastigi að Menntamálaráðuneytið hafi samráð við félögin, svo félögin geti uppfyllt skyldu sem réttindafélög framhaldsskólanemenda eins og menntamálaráðuneytið kveður skýrt á um.







NFNV vonast eftir góðum viðbrögðum hjá fjölmiðlum, þetta er mikil réttindabarátta hjá okkur fyrir nemendur.

F.h. NFNV

Atli Þór Fanndal



Allar spurningar eru vel þegnar, Í mig er hægt að ná í nemo@fnv.is