jæja ég er á öðru ári í menntaskóla! Kvennaskólanum í Reykjavík…ég hef aldrei verið mikill námshestur og núna er allt stressið að skella á mér! í fyrsta lagi þá er ég með vægast sagt viðbjóðslega stundartöflu, ekki eitt einasta gat, ég mæti alltaf kl: 8 á morgnanna og er til 4-5 um daginn þetta er að drepa mig. Ég er alls ekki að skrifa þessa grein til að vorkenna sjálfri mér heldur langaði mig aðeins að tjá mig um þetta mál!
Mamma og pabbi vilja að ég klári stúdentinn og er það ekki bara eðlilegt að foreldrar vilji að börnin sín mennti sig eitthvað en málið er að ég er ekkert að höndla þetta lengur er orðin þreytt á þessu eilífa álagi og ekki bætir úr skák að það eru próf í skólanum í hverri viku og mar má bara helst ekkert eiga sér líf utan skólans! ég þori ekki að valda mömmu og pabba vonbrigðum en ég er búin að fá Nóg! Ég er að hugleiða hvort ég eigi að hætta, er að falla á mætingu og er alltaf frekar ósofin! hvernig er hægt að ætlast til af manneskju að hún sé í skóla(sem er full vinna), sé í vinnu um helgar, í ræktinni 4sinnum í viku, fari í ljós og þurfi svo líka að sinna vinunum og svo er verið að segja við mann að mar sé latur dag eftir dag! fólk sem hefur ekki farið í skóla veit ekki hvað þetta er mikið puð! Hvað á ég að gera? valda mömmu og pabba vonbrigðum og fara út á vinnumarkaðinn eða halda áfram og líða illa næstu 2 árin…ég er gjörsamlega ráðalaus! Lilly í vandræðum :/