Ég var að koma frá skólabúðunum að Reykjum í dag og að mínu mati var um mjög skemmtilega ferð að ræða, þarna voru skemmtilegir kennarar, skemmtilegur kokkur, góður matur og góður tómstundarstaður þar sem maður gat farið í borðtennis, billiard, minigolf og fótboltaspil og svo voru fínar kvöldvökur og snilldar diskó með fyndnum og skemmtilegum lögum sem kröfðust smá húmors(lög eins og Strumpamagarena, Súperman lagið, Ú í ú a a díng dang vallavallabíng bang o.s.frv.).
Ég er allavega mjög sáttur við þessa ferð og væri til í að fara aftur.En smá lýsing á fögunum og hvað maður gerir í þeim:

Byggðarsafnið : Fyrsti tíminn minn var á byggðasafninu og þar byrjuðum við á að skoða hvernig fólk lifði í gamla daga og svo fengum við að smakka mysu, þeir sem vildu og að sjálfsögðu smakkaði ég.
Svo var hákarlaveiðifræðsla þar sem okkur var sagt frá Ófeigi, hákarlaveiðibátnum, og svo hvernig hákarlar voru veiddir, hvaða beitur voru notaðar og hvað veiðiáhöldin hétu.Svo fengum við að smakka hákarl, þeir sem vildu og ég fékk mér að sjálfsögðu og fannst hann fínn.

Íþróttir:Íþróttatímarnir voru 2 mismunandi.Þeir sem komu í fyrra ættu að kannast við að íþróttakennarinn gat talað eins og strumpur.Svo eftir að hafa verið inni í íþróttasal fórum við alltaf líka í sund.

Landbúnaður: Þetta fannst mér skemmtilegasti parturinn.Fyrri parturinn var skipt þannig að við lærðum einhgvað um landbúnað og lærðum í hvað dýrin væru nýtt, og það skemmtilega var svo að við fórum á bóndabæinn Tannstaðabakka þar sem bóndinn og tónlistasnillingurinn Skúli tók á móti okkur og sýndi okkur skemmtilega bæinn sinn.Hann samdi eitt flottasta Kántrý-lag sem ég hef heyrt en meira af því seinna.Hann spilaði svo á trommur fyrir okkur áður en við komum og það var geðveikt stuð.

Náttúrufræði: Náttúrufræðitímarnir voru 2, í fyrri tímanum fórum við í alveg hundleiðinlega gönguferð sem var samt skemmtileg í lokin, en þá talaði hann við okkur um hvað þessi staður skipti miklu í seinni heimsstyrjöldinni og að breski herinn hafi komið hér til að verja Ísland, þökk sé Winston Churchill.Í seinni tímanum fórum við svo í fjörugöngu og týndum kræklinga sem þeir sem vildu máttu smakka og eins og gamla dellan var, smakkaði ég þá líka.

Ratleikurinn: Ratleikurinn var fínn, það voru erfiðar spurningar og léttar og það var gaman að reyna við þetta.

Kvöldvökurnar og diskóið: Kvöldvökurnar voru snilld og eins og ég er nú fyndinn gerði ég stand upp með ömurlegum bröndurum og ég átti að fá pu en þess í stað hlógu allir, ekki út af bröndurunum heldu lokahreyfingunni á eftir hverjum brandara.Svo var diskóið algjör snilld og eins og ég sagði áðan þá var lagið með Skúla besta kántrýlag sem ég hef heyrt.

Annað: Það voru 4 sem fengu gubbupest og þar af 3 höfðu borðað 7-10 bita af hákarli sama dag.Einn var meira að segja svo veikur að hann þurfti að fara heim, það var náð í hann.

En þetta var cool ferð,
SlimShady
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.