Ég er svo heppinn að vera í varaliði Menntaskólans á Egilsstöðum í Gettu betur. Við höfum lagt að baka 6 mánaða undirbúning, sem þegar er búið að skila okkur í gegnum eina spennandi keppni, sem var gegn MK um daginn þar sem við sigruðum 30-26. En svo varð útdrátturinn í seinni umferð svo skrítinn að við drógumst á móti Menntaskólanum í Reykjavík. Þá var ljóst að við þurftum að setja sérstaka áætlun í gang, þar sem við erum langt frá því að vera jafn sterkir eins og MR (höldum við). En sú almenna bjartsýni er byggð inn í okkur að sigra þá, helst með 15 stiga mun. Það er vissulega ekki hægt, en aldrei að segja aldrei. Aðalliðið (Ragnar Sigurmundarson, Gunnar Gunnarsson og Lára Guðlaug Jónasdóttir) hefur verið gefið frí allan fimmtudaginn og föstudaginn, og varaliðið (sem er undirritaður og Eiríkur Guðmundsson) fáum frí góðan part úr föstudeginum til að þjálfa aðalliðið fyrir þessa stóru viðureign sem er framundan. Við vonum það besta og MR, þið skuluð hræðast okkur, af því að við verðum skeinuhætt lið!

Sigurjón Þórsson