Komiði sæl,Ég er búinn að hugsa mikið til gamla skólans míns sem ég var í á grunnskólaárunum og núna er ég kominn úi þá stöðu að geta hjálpað krökkum í grunnskóla og er ég orðinn það sem ég óskaði heitast þegar ég var krakki..að einhver myndi sjá og geta hjálpað og SKILIÐ mig þegar þetta kom fyrir mig.Á undarlegan hátt hefur starfið sem ég er í gefið mér tækifæri á að stíga inní barnæsku mína og gera margt upp.Góð tilfinning.En að tala um einelti er annað en að lenda í því.
Ég var laminn af sömu 3 strákunum í um 3 ár í skólanum,þetta endaði í Tíunda bekk og var bróðir minn se hjálpaði mér að brjóta mig úr þessum vítahring ótta,efa og minnimáttarkennd.
Þetta Byrjaði í 6 Bekk með stríðni og lauslætis commentum hér og þar,síðan hefst alvöru ofbeldið í 7 bekk…ég var einn af þeim bestu í Ensku og íslensku á þeim tíma og hataði þegar ég var tekinn uppá töflu að gera dæmi eða æfingar..strákarnir sem lömdu mig veit ég að voru ekki með sömu tök á þessu og ég og það gerði barsmíðarnar stundum verri eftir þessa tíma sem ég fór uppá töflu.Þetta gekk áfram og sjálfsmat mitt og sjálfstraust brotnuðu niður hægt en örugglega..hvernig er hægt að biðja um hjálp þegar 2 strákar halda manni niðri og sá 3 lemur mann og sparkar og svo er skipst á.Leikfimistímar voru martröð og hætti ég að fara í leikfimi í tíunda þegar ég var laminn með blautum handklæðum fyrir að skora mark í fótboltaleik.Maður lærði að vera ósýnilegur og ganga meðfram veggjum til að láta ekki taka eftir sér.En svo vill verða sem verður og var ég laminn samt sem áður.Uppsöfnuð reiði og hatur útí strákana keyrði mig stundum áfram að einn daginn myndi ég ná þeim en ég þorði því ekki.Ég safnaði kjarki til að biðja kennarana um hjálp og það var svarað “Það er ekki einelti í þessum skóla” Vonin hvarf eins og ský sem dregst fyrir sólu og ég gafst upp að fá hjálp frá kennurum.Móðir mín var drekkandi á þessum tíma og þurfti maður að bera 2 grímur,aðra heima og enn aðra í skólanum.Svo kom að ég var laminn það illa og skildi ég töskuna eftir og fór grátandi heim…eldri bróðir minn sér mig þegar ég kem án töskunnar og veit nákvæmlega hvað er í gangi.Ég horfði á hann og hann spurði “eru þetta strákarnir?” ég kinkaði kolli og hljóp inní herbergi og lokaði mig af meðan ég grét.Ekki vissi ég hvað bróðir minn gerði en næsta dag var ég látinn í friði.Tilfinningin var algjörlega ný fyrir mér,og áttaði ég mig á því að ef ég myndi taka þá einn í einu þá myndi ég ráða við þá.
þá hófst hefndin.
Ég mætti næst dag á undan flestum nemendum og beið eftir að einn strákann myndi ganga inn um hurðina…næstum 3 ára ótti og valdleysi og reiði beið eftir að stökkva á strákinn…hann gekk inn og ég sleppti mér alveg,beit klóraði og sparkaði í hann.Sagt er að mikilvægast í slagmálum er fyrsta höggið,og þarna stóðst það,hann féll í gólfið og ég klikkaðist.Tók 2 kennara að ná honum frá mér og var ég tekinn inn til skólastjóra sem var alveg gáttaður að ég skildi haga mér svona…nokkrum stærðfræðidæmum seinna fer ég aftur í tíma með tilfinningu sem ég þekti ekki..mér var drullusama hvort yrði ráðist á mig eða ekki,ég myndi slá frá mér.Næsta dag náði ég næsta strák á svipaðan hátt,sá hann fara inná klósett og náði honum þar,aftur heyrðust öskrin og var ég rifinn frá honum,gleymi ekki óttasviðnum þegar ég greið hann hálstaki og hann hélt ég ætlaði að kæfa hann ábyggilega.í þetta skipti var ég látinn tala við sálfræðing vegna atferlis brests sem einn kennarinn sagði.Ég talaði við konuna og opnaði mig fyrir henni og sagði henni eins og var heima og í skólanum.Hún skildi mig mun betur en kennararnir sem ég var búinn að loka á að ná til mín eftir neitunina um einelti í þessum skóla.Svo daginn eftir tek ég næsta strák en það var byrjað að fylgjast með mér og var ég stoppaður af..en vá hvað reiðin náði mér á leið til hans…eftir þetta var ég látinn tala við sálfræðing sem sagðist ætla að tala betur við skólastjórann um þetta.Það va gaman að heyra.Þessu einelti lauk eftir þetta og hef ég hitt strákana sem gerðu þetta við mig og þeir hafa lent í ýmsum raunum,varðandi eiturlyf,lögguna og þess háttar.ÉG ber enga reiði til þeirra í dag en er feginn að ég hafi getað losað mig úr þessum vítahring.
En eftir að hafa verið að vinna í skóla núna undanfarna mánuði er ég feginn að hafa fengið þetta tækifæri að styðja krakka og geta séð og skilið hvernig er að fela þetta og sjálfan sig með þessu.En í dag er fólk meðvitaðra um þetta og það er gaman að vita af því.Mér langar að geta hjálpað öðrum og láta fólk vita að maður hefur lent í þessu og er með reynsluna af því góða og slæma.Takk fyrir

-Marcinko