Ég er nemandi í framhaldsskóla og er á félagsfræðibraut. Þar sem ég er á félagsfræðibraut hef ég tekið nokkra sálfræði áfanga eins og við er að búast og síðan hef ég líka tekið einhverja áfanga í uppeldisfræði. Í báðum þessum áföngum er lögð áhersla á það að styrkja jákvæða hegðun.

Fyrir þá sem vita það ekki þá felst í því að verðlauna barnið ef vel gengur, það sem ég var að spá í gerir skólinn það? Hann gerir það kannski að einhverju leyti en ekki af nærri því nógu miklu leyti, hann virðist einhverra hluta vegna vera hrifnari af þessum refsingar aðferðum, það er ef að barn lætur illa í tíma þá refsar skólakerfið (eða kennarinn í þessu tilfelli barninu) margir skólar hafa tekið upp svona rautt/gult spjald kerfi, svona eins og gengur og gerist í fótboltanum. Þegar barnið fær rautt spjald er því refsað með einhverjum hætti, nóg refsing er samt að fá bara spjald.

Eina almennilega jákvæða styrkingin sem börn í grunnskóla virðast fá er þegar þau eru að útskrifast úr tíunda bekk, þá fá þeir krakkar sem stóðu sig best á samræmduprófunum verðlaun, hin sem stóðu sig vel fá samt ekkert því að það voru aðrir sem stóðu sig betur.

Og hvað með þetta punktakerfi í framhaldsskólunum, ef þú mætir ekki nógu vel þá missiru einingu sama hvort þú nærð öllum prófum eða ekki, mér finnst það ætti frekar að vera þannig að þú ættir að safna þér inn einingum, þú ættir semsagt frekar að fá punkta fyrir að mæta í tíma og þegar þú værir komin upp í ákveðið marga punkta þá fengiru auka einingu, þá gætiru jafnvel safnað þér inn tveim aukaeiningum og svo framvegis. Ég er samt alveg sammála því að ef að krakkar mæta ekki nógu vel í tíma þá verður að gera eitthvað í því en er það rétta leiðin að taka einingu af þeim? Hvað finnst ykkur?