Ok kannski er ég bara gamaldags.. en….

Mér finnst að í skólum.. bæði grunnskólum og framhaldsskólum… Þá ætti að vera 2-3 vikna vetrafrí.. 1-2 vikna páskafrí.. og sumarfríið 3 mánuðir slétt.. ekki minna en 3 mánuðir….

Það er margt sem hægt er að læra í lífinu.. Og líka margir staðir… Maður lærir ekki allt í skólastofunni.. Maður lærir mikið og þroskast á því t.d. að fá sér sumarvinnu sem ungmenni..

Og miða við hvernig þetta stefnir þá ætti eftir svona 10-20 ár u.þ.b. sumarfríið bara að vera rúmur mánuður…

Ef sumarfríið styttist þá eykur það í raun líkur á því að fólk fær ÓGEÐ Á SKÓLANUM…. tel að það séu meiri líkur fyrir þá einstaklinga sem eiga erfitt með að halda sér í skóla.. tel meiri líkur á að þeir hreinlega hætti bara ef það er stytt sumarfríið….

Margir tala um það að þetta sé til þess að nemendur fái meiri tíma til þess að ljúka verkefnum.. svo það sé lengri tími í það.. og sérstaklega þá í enda annar svo það sé auðveldara fyrir þá sem hafa dregist aftur úr að fá aðstoð til að ná hinum…

EN væri ekki sniðugra að eyða frekar peningnum sem er eytt í lengingu skólaárs.. er ekki sniðugra að eyða honum frekar í meiri aðstoð fyrir nemendur ? Hafa skólan lengur opinn á daginn fyrir heimanámsaðstoð og þannig ?

Maður hefur alltaf verið svo ánægður að það sé langt sumarfrí á Íslandi… en við erum smátt og smátt að stefna í átt sem önnur lönd hafa gert.. að hafa stutt sumarfrí…

Þetta er í raun bara hræðilegt að mínu mati

Betra líka þá að hafa bara sumarskóla fyrir þá nokkru nemendur sem vilja lengra skólaár en hinir!

:)