Skólinn...
Hef tekið eftir því að meirihlutinn af korkinum hérna er bara skítkast í skóla. En kommon, það er í alvöru soldið gaman í skólanum. Böllin, allt félagslífið, allir krakkarnir, meira að segja kennararnir geta kryddað upp á tilveruna! Hahaha var ég búin að segja ykkur þegar.. æi önnur saga!

Þú lærir hvernig það er best að lifa lífinu í skólanum, þ.e.a.s. þú myndar þér skoðanir með því að læra og þú lærir hvað er best fyrir þig, þú ættir mjög ólíklega eins marga vini og þú átt núna ef þú værir ekki í skóla, þú ættir erfitt með að taka ákvarðanir og vita hvað þú ættir að taka þér fyrir hendur ef þú vissir t.d. ekki hverju þér gengi best í o.s.frv. Gæti haldið endalaust áfram.

Ég er alveg sammála það er ekki alltaf gaman í skólanum, en hvernig heldurðu að líf þitt yrði ef þú hefðir aldrei verið í skóla?

Bara smá pæling - og ekki halda að ég sé eitthvað bara áfram grunnskóli - lengjum grunnskólann upp í tuttugu ár, bara pælið aðeins í þessu áður en þið farið í fýlu út í skólann. (en hins vegar skil ég ekki jólapróf!! hehe ..)

Cheerios!
Halla –> (: | :)
Brostu framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig!