ég er svo ósátt við skolakerfið og mínum skóla (Grunnskóla) Það er ekki mötuneyti í honum en sefnt er á að fá. Við höfum farið heim í hádegishlé. (ekki er alltaf gott að vera með brauðsneiðar og svoleiðis í nesti, maður fær bara hreint leið á því) nú er byrjað að banna okkur að fara heim í hádegi. : (
Þar sem ég er í unglingadeildinni þá má ég vera inni í frímínútum og drekka svala. Við meigum ekki fara út í búð (það er búð rétt hjá) við meigum ekki tjá skoðanir okkar ): (það finnst mér sko einum of!) Ef að við reynum að tjá skoðannir okkar erum við hreint bara skömmuð. (þá á ég ekki við einhverjar særandi skoðannir, heldur bara eins og t.d. að segja skoðun okkar á reglunum…) Þetta hljómar kannski ekki eins illa og það er en ég er bara svo ósátt út í þetta :(
Sökum þess að skólastjórnin vill ekki láta okkur fara heim í hádegishlé er það að ef við lendum í slysi þá erum við á vegum skólans (eða…??) Mér finnst að þau ættu frekar að taka áhættuna ekki láta okkur vera í fangelsi!!!
Endilega skrifið ykkar álit á því.
p.s. eins og ég sagði er þetta miklu verra en það hljómar. (svo eru líka fleiri reglur sem ég bara man ekki í augnablikinu, enda er þær svo margar)
It's a cruel world out there…