Undanfarið hef ég verið að lesa greinar hér á huga.is. Þessi lesning hefur verið mér fróðleg og áhugaverð, en eitt hefur angrað mig við lesturinn, stafsetning. Kann fólk ekki að stafsetja rétt? Stafsetning er ekki það eina, heldur einnig málnotkun og rökstuðningur. Að fólk skuli skrifa “ýmind” og “aldrey” er mér…ég er alveg orðlaus. Ég spyr: Af hverju er ritun jafn slæm og raun ber vitni? Er menntun ekki að skila sér til unga fólksins eða er þetta almenn framþróun í tæknivædda samfélagi nútímans?
Tölvutæknin er að heltaka ungt fólk og gera margir hverjir lítið annað en að sitja fyrir framan tölvuskjáinn allan liðlangan daginn. Tíminn verður því naumur fyrir aðrar “uppbyggilegar” tómstundir eins og lestur(ég er ekki að segja að fólk eigi að lesa og lesa og lesa. Heldur af og til taka upp vel skrifaða bók eða málefnalegt tímarit, sem þið hafið áhuga á). Það fáa sem ungt fólk les er oft rusl líkt og sumt sem finnst á þessari síðu. Illa skrifaðar greinar streyma stöðugt inn og krakkar nema sömu stafsetningu, málnotkun og orðaforða og höfundar greinanna.
Er öllum slétt sama um stafetningu? Gerir enginn annar kröfur um að hugmyndir séu vel framsettar og skoðanir almennilega rökstuddar eða er ég einn það?
Einn áhyggjufullur.