Í gær var úrslitakeppni Skrekks haldin í Borgarleikhúsinu. Til úrslita kepptu Ölduselsskóli, Hlíðaskóli, Árbæjarskóli, Réttarholtsskóli, Laugarlækjarskóli og Hagaskóli.

Ég er í Hagaskóla svo þessi frásögn gæti verið svolítið eigingjörn… en atriði Hagaskóla gekk út á það að ítalska mafían var að smygla inn næst verðmætasta málverki heims “Ópið” inn í reykjavíkurhöfn án þess að sjómennirnir vissu af því, en sjómennirnir átta sig á því og slást við mafíuna og það allt endar með því að píanóleikari hljómsveitar Hagaskóla stelur málverkinu.

Persónulega bjóst ég ekki við þessu. ég hélt að Árbæjarskóli eða Laugarlækjarskóli myndu taka þetta. En þeir skólar komust ekki í verðlaunasæti….. Réttarholtsskóli endaði í 3. sæti og Hlíðarskóli í öðru. Hinsvegar vann Árbæjarskóli sms kosninguna.

Skrekki var sjónvarpað beint á PoppTíví í gær og Sveppi og Auddi úr 70 mínútum kynntu.

Hagaskóli hefur unnið Skrekk 6 sinnum og óslitið annaðhvert ár síðan 1993 en í gær tókst þeim að brjóta hefðina.
ég er ekki bara líffæri