Hæ, ég er stelpa í grunnskóla og í mínum skóla er mikið talað um að við stelpurnar megum ekki vera of hórulega klæddar. Sumar stelpur hafa algjörlega farið yfir strikið en ég hef það reyndar ekki, það hefur aldrei verið talað við mig um það að ég klæði mig ekki í nógu “siðsamleg” föt þannig að ég er ekkert endilega að tala um mig, bara allar stelpur!! en aftur á móti þá hefur verið talað um að gera eins og gert var í Noregi, klæða þær stelpur sem eru í of glennulegum fötum, í aðra boli yfir. Sona stóra hallærislega og gula. Þetta verður örugglega ekkert gert, alla vegana ætti þá að vera búið að skella þónokkrum stelpum í þessa boli. En svo hafa verið settar þær reglur að það má ekki sjást í magann á stelpununum, og að g-strengurinn eigi ekki að sjást. Kennararnir tala um að g-strengarnir séu aðalvandamálið, strákarnir geta nefnilega truflast sjáiði til!! Mér finnst nú hálf hallærislegt ef strákarnir geta ekki unnið þegar sést í nærbuxurnar hjá stelpununum, en kannski ennþá hallærislegra af sumum stelpununum að sýna g-strenginn sinn. Það gerist samt oft óvart að g-strengurinn fari uppúr buxununum sérstaklega þegar mar er í þessum lágu Diesel buxum en ég er alltaf í það síðum peysum að það sést aldrei neitt hjá mér. Mér finnst samt gengið út í öfgar þegar stelpurnar ganga um með g-strenginn sinn uppúr buxununum..!!! gerði það stelpa í mínum skóla. Mér finnst alltí lagi að vera töff og fylgja tískunni en það er BARA hallærislegt!!

En hvað finnst ykkur? á að taka svona strangt á þessu með því að tala við stelpurnar og segja þeim að hætta að klæða sig svona eða eða á bara að segja strákununum að hætta að glápa..nei nei segji svona;)