Jæjja ! Nú ætla ég að láta reiði mína bitna á ykkur, saklausu hugarar…

Mér finnst svo voðalega asnalegt að allir nýju skólarnir eru með mötuneyti og heitan mat og svaka lúxus á meðan ég þarf að vera í einhverjum draslskóla þar sem er ein pínulítil sjoppa sem selur bakaríisdóterí !
Og ef maður ætlar að kaupa sér eitthvað þar þá þarf maður að bíða í röð allar frímó og svo þarf maður að borða það sem maður keypti í tímanum. Og svo er þetta allt rándýrt ! ):
Það ættu allir skólar að hafa mötuneyti en ekki bara sumir.

Svo eru svo lá borð að maður fær í bakið og svo er gólfið svo ógeðslegt að maður klístrast við það. Og svo má maður ekki fara á skónum inn í stofurnar !

Hvernig er aðstæðan í þínum skóla ?

Kv. Grímsla