Ég hélt 20 mínútna fyrirlestur í dag og það gekk alveg að
óskum. Vissi ekki að ég gæti þetta…þá er ég að meina að
tala svona mikið án þess að lesa upp það sem einkenndi
listamanninn! Ég er stolt af sjálfri mér:D Ég sá mig fyrir mér
stama og að það myndi líða yfir mig!!!!!!

Ég var að halda fyrirlestur EIN í fyrsta skiptið og ég tel þetta
góða byrjun :D Sú sem var á eftir mér, og miklu öruggari og
ákveðnari í tali, hún las allt upp og gat ekki sagt utanbókar frá
neinu. Sem sýnir að hún hafi notað ritgerðina sjálfa og bara
valið eitthvað umtalsefni sem hún hafði ekki brennandi áhuga
á. Hafðið t.d. lesið bókina Tilfinningagreind? Þar er sagt frá
þessu…að ef þú hefur áhugann, þá gengur þér betur en fólki
sem gengur betur en þér yfirleitt á öðrum sviðum…eða
kannski eitthvað svoleiðis…fólk sem talar meira en þú eða
eitthvað þvíumlíkt:) Þetta tengdi ég við tilfinningagreindina, þar
sem ég hef brennandi áhuga á því sem listamaðurinn er að
gera, listamaður sem er uppáhald fjölskyldunnar minnar og
hefur verið það síðustu 10 árin :D