Skjálfti 2 | 2002 verður haldinn 7. - 9. júní í íþróttahúsi Breiðabliks, Kópavogi.

Mótsgjald er krónur 3500, en þeir sem eru með leikjaáskrift Símans Internets fá 1500 króna afslátt og greiða því 2000 krónur.

Skráning á mótið verður 13-22 maí. (ATH: seinkun til 13. mai) Við viljum benda fólki á að vera tímalega í skráningu, fjöldi þáttakenda er takmarkaður og færri hafa komist að en vildu undanfarin mót. Á mótið komast aðeins 528 og hafa þeir forgang inn á mótið sem eru með leikjaáskrift hjá Símanum Internet. Fyrir aðra gildir skráningartíminn. Sem sagt.. þeir sem skrá sig fyrstir komast inn.

Skráningarkerfið verður eins og á síðustu mótum, fyrst þarf að skrá einstakling á mótið (einstaklingsskráning), en fyrir liðakeppnir þarf að stofna lið, og síðan skrá leikmenn í liðið. Ef það reynist nauðsynlegt að takmarka fjölda liða í ákveðnum greinum gildir sú regla, að þau lið sem eru fyrst skráð komast inn, þau seinustu ekki.

Athygli skal vakin á nýlegri keppnisgrein á Skjálfta: Wolfenstein. Keppt verður í Wolfenstein á sunnudeginum, en þá verður keppni (að úrslitum undaskildum) lokið í Quake III. Einnig geta þeir sem hafa dottið út úr Counter-strike látið skrá sig í Wolfenstein á sunnudeginum. Við hvetjum ykkur því til að taka ykkur saman og prufa leikinn :) Keppt verður í 7 manna liðum.

Athygli skal vakin á því að 1v1 keppnin í Quake III er takmörkuð við 64 þáttakendur. Fyrstir koma fyrstir fá.

Keppt verður í eftirfarandi greinum á mótinu:

Half-life:
- Counterstrike

Quake 2:
- Action Quake TP
- Action Quake FFA

Quake III Arena:
- Deathmatch Teamplay
- Capture The Flag
- 1 on 1

Wolfenstein
- Teamplay (Stopwatch)

Fyrir hönd Skjálftap1mpa,
Bandi