Skjálfti 1 | 2005, leikjamót Símans og Opinna kerfa verður haldinn helgina 25. - 27. febrúar í íþróttahúsi HK (Digranes), Kópavogi.

Mótsgjald er krónur 3500, en þeir sem eru með leikjaáskrift Internetþjónustu Símans fá 1000 króna afslátt og greiða því 2500 krónur.

Skráning einstaklinga stendur yfir fra 4. febrúar (kl 20:00) til 13. febrúar. Hægt verður að eiga við lið eitthvað lengur (stutt þó). Við viljum benda fólki á að vera tímanlega í skráningu, fjöldi þáttakenda er takmarkaður og færri hafa komist að en vildu undanfarin mót. Á mótið komast aðeins 528 og hafa þeir forgang inn á mótið sem eru með leikjaáskrift hjá Símanum Internet. Fyrir aðra gildir skráningartíminn. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Skráning mun fara fram á www.skjalfti.is/skraning

Skráningarkerfið verður eins og á síðustu mótum, fyrst þarf að skrá einstakling á mótið (einstaklingsskráning), en fyrir liðakeppnir þarf að stofna lið, og síðan skrá leikmenn í liðið. Ef það reynist nauðsynlegt að takmarka fjölda liða í ákveðnum greinum gildir sú regla, að þau lið sem eru fyrst skráð komast inn, þau seinustu ekki.

Athugið að lesa Skjálftaskráningar FAQið!

Keppt verður í eftirfarandi greinum á mótinu:

Half-life:
- Counterstrike 1.6 (5 vs 5, hámark 64 lið)

Battlefield 1942:
- Conquest (10 vs 10)

Quake III Arena:
- Deathmatch Teamplay (2 vs 2)
- 1 vs 1

Warcraft III
- Frozen Throne (1 vs 1)

Enemy Territory
- Stopwatch (6 vs 6)

Call of Duty (ef næg þátttaka næst)
- S&D (5 vs 5)
- Deathmatch (ef tími og áhugi leyfa, skráning á staðnum!)

Fyrir hönd Skjálftap1mpa,
Smegma