Skjálfti 1 | 2003 verður haldinn 14. - 16. mars í íþróttahúsi HK (Digranes), Kópavogi.

Mótsgjald er krónur 3500, en þeir sem eru með leikjaáskrift Símans Internets fá 1000 króna afslátt og greiða því 2500 krónur.

Skráning stendur yfir 19. - 28. febrúar (opnar 18:00). Við viljum benda fólki á að vera tímanlega í skráningu, fjöldi þáttakenda er takmarkaður og færri hafa komist að en vildu undanfarin mót. Á mótið komast aðeins 528 og hafa þeir forgang inn á mótið sem eru með leikjaáskrift hjá Símanum Internet. Fyrir aðra gildir skráningartíminn. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Skráningarkerfið verður eins og á síðustu mótum, fyrst þarf að skrá einstakling á mótið (einstaklingsskráning), en fyrir liðakeppnir þarf að stofna lið, og síðan skrá leikmenn í liðið. Ef það reynist nauðsynlegt að takmarka fjölda liða í ákveðnum greinum gildir sú regla, að þau lið sem eru fyrst skráð komast inn, þau seinustu ekki.

Keppt verður í eftirfarandi greinum á mótinu:

Half-life:
- Counterstrike
- Day of Defeat (Ef þáttaka er nægileg, frekari upplýsingar koma síðar)

Quake 2:
- Action Quake TP

Quake III Arena:
- Deathmatch Teamplay
- Capture The Flag
- 1 on 1 (hámark 64 þáttakendur)

Warcraft III (2v2)

Ný kynningargrein á Skjálfta er Battlefield 1942. Keppt verður í 12 manna liðum og verður keppnin á sunnudegi. Vonast er til að
þáttakendur sjái sér fært að prufa þennan frábæra leik.

Fyrir hönd Skjálftap1mpa,
Bandi