Aðundan förnu hef ég verið að velta því fyrir mér, afhverju styrkir ríkið ekki Skjálfta og annars konar tölvuleikjabusness eins og servera.

Það er nefninlega óréttlátt að íþrótta- og ungmennafélög fái að sjálfsögðu fjárveitingu þó að það séu kannski bara örfáir sem eru hjá þessum félögum. Einnig fer fram leiðindar dósasöfnum hjá þessum félögum í heimahús og gengur hún oft vel, en hvað mundi fólk segja ef einhver kæmi og spurði “Get ég fengið dósir til styrktar Skjálfta?”. Fólk yrði líklega mjög hneykslað og hendir betlurunum á dyr. Oft er það líka þannig að fólk styrkir frekar íþróttafélög en hjálparstörf, fólki finnst það líka allt í lagi en ef þetta yrði varið í tölvuleiki færi fólk að tuða um aumingja börnin sem deyja á meðan maður hengur í tölvunni.

Síðan er ríkið að eyða billjörðum í ný íþróttahús sem hafa ekki einu sinni klósettaðstöðu (sjá: Bogann,Akureyri). Þá þarf að eyða meiri pening við að grafa GÖNG! Sem liggja í annað íþróttahús sem var sem var svo sem alveg í fínulagi.

Svo að það sem ég hef verið að meina með þessu er að það er allt of mikið af gamaldags íþróttastússi og þannig löguðu, fólk vill ekki sætta sig við að tölvuleikir eru framtíðin!

P.S. Þeir sem eru lélegir í íþróttum eiga kannski kannski framtíð fyrir sér í tölvuleikjum!