Þið eruð rangeygðir, slefani sóðar!

Og þetta segi ég í fúlustu alvöru. Ég er feginn að vera ekki mamma ykkar.

Það sem rekur mig til að setja fram þessa harðorðu alhæfingu er að nú er Skjálfti 4 2002 á næsta leiti. Undanfarin mót hefur umgengni á mótsstað verið með versta móti. Menn eru slefandi sem idíótar, hitta ekki í þartilgerða öskubakka, og virðast ekki vita til hvers þessar svörtu plastskjóður eru, sem hengdar eru í stálramma á hentugum stöðum í salnum. Einnig virðist oft sem “vinurinn” sé of stuttur, þannig að menn vökva gólfin á salernunum en ekki postulínsskálarnar. Einnig er það þekkt vandamál að menn séu spúandi um gólf í svefnaðstöðunni og hirða ekki um að hreinsa upp eftir sig.

Hvernig væri það nú að menn tækju sig saman í andlitinu reyndu að gera móður sína stolta af mannasiðum sínum?

Kveðja

Hörðu