Núna þegar Warcraft III er að fara koma út og á líklegast eftir að taka við af Starcraft í keppnisspilun víðsvegar um heim,
á þá ekki að koma honum á Skjálfta?
Það hefur alltaf vantað RTS leik á Skjálfta og Warcraft III verður nánast öruggt mjög vinsæll meðal tölvuleikjaspilara hérlendis og hann er mjög keppnisspilunarvænn(nýyrði) með replays í stað demos og observers í stað spectators.
Lokamótinu í WC3 betunni var að ljúka fyrir nokkru og þar var spilað í 1on1 þar sem gamli SC spilarinn TillerMaN vann orky.Soul 3-0 og 2on2 þar sem orky.Soul og orky.Asmodey sigruðu TillerMaN og Manyard 3-1. Þið getið lesið reports um WC3 leiki á http://www.theinclan.com/war3beta/default.in
eSports síður eins og www.shackes.com og www.xsreality.com hafa nú þegar byrjað að fjalla um WC3 keppnislega séð og margir hafa hugsað sér að skipta um genre frá skotleikjunum CS eða Q3 yfir í WC3 þegar kemur að keppnisspilun.

Spilum WC3 á Skjálfta!

[ð]Ravenkettle
Ravenkettle