Jæja.. þá er loksins komið að því. Uppáhalds forritarinn okkar hann John Carmack hefur nú verið að sýna snillina á E3 hátiðinni. Doom III á eftir að marka þáttaskil (eins og nánast í hvert skipti sem ID Software gefur út nýjann leik) í sögu tölvuleikjanna, því hérna er á ferðinni eitthvað mesta tækni og grafíksundur sem sést hefur í lengri tíma.

Carmack sagði meðal annars að eitt það erfiðasta sem forritararnir hafi lent í þessa dagana er að sannfæra fólk um að það sem það er að sjá sé allt saman keyrt á grafíksvélinni en ekki pre-renderað eða tölvuteiknaðar kvikmyndir. Vélin byggir að sjálfsögðu á OpenGL (sem Carmack hefur margoft lýst yfir að hann muni einungis nota, Direct3D kemur ekki til greina hjá honum), og hefur Carmack nú búið til fulkomið ljósakerfi í leikinn, þannig að allir hlutir varpa skuggum, endurkasta ljósi o.s.frv, þannig að það er ljóst að leikurinn verður mjög raunverulegur.

En þetta er ekki allt. Þeir snillingarnir hafa fengið engann annan en Trent Reznor (aðalmeðlim Nine Inch Nails) til að sjá um alla hljóðrásina í leiknum, og einnig hafa þeir fengið handritshöfund til að sjá um söguþráðinn (já, ég veit það hljómar ótrúlega en þetta verður ID Software leikur með söguþræði :)). Handritshöfundur þessi (sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu), samdi meðal annars handritið að leikjunum 7th Guest (einn fyrsti CD-ROM leikurinn) og 11th Hour og þóttu þeir meira en lítið spooky. Einnig hafa þeir margoft sagt að aðalmarkmið þeirra sé að gera leik sem eigi eftir að hræða úr fóli líftóruna.

Jæja.. best að hafa þetta ekki lengra í bili.. að sjálfsögðu get ég ekki annað en lokið þessu með link frá GameSpy á fyrstu official skjáskotin úr leiknum, og athugið að skjáskotin eru ÚR LEIKNUM en ekki prerenderaðar myndir.

Njótið -> <a href="http://www.gamespy.com/e32002/pc/doom3b/screenshots.shtml">Skjáskot</a>

Og hananú!