Að mestu er búið að hanna keppnisfyrirkomulög og dagskrá Skjálfta 1 | 2002. Hér er ætlunin að reifa plönin í grófum dráttum, en hafið hugfast að fjöldi skráðra liða í einstaka greinar getur haft áhrif; ekkert er naglfast enn. Mótshelgin, svo og skráning verður tilkynnt innan tíðar.


Counter-Strike
Útlit er fyrir að CS keppnin hefjist á keppni í átta riðlum. Tvö efstu komast upp í 16 liða double elimination. Riðlakeppnin fer framföstudagskvöld, útsláttarkeppnin á laugardag.


Quake III Arena / Action Quake

Liðakeppnir
Sama fyrirkomulag verður á öllum liðakeppnum í Quake; fjórir fremur stórir riðlar, tvö efstu komast upp í 8 liða double elimination.

Q3 TDM
Teamplay keppnin hefst strax eftir fyrri hluta 1v1 keppninnar, síðla föstudagskvölds, og verður fram haldið kl. 11 á laugardag. Búast má við a.m.k. einu nýju korti í keppninni.

Q3 CTF & AQTP
Þessar greinar spilast samhliða, og hefjast síðdegis á laugardag, að TDM loknu.

Einstaklingsgreinar
1v1
Duelkeppnin verður invite-only. Thursinn heldur í febrúar mót, sem skilar 64 hlutskörpustu inn í 1v1 keppnina. Miðað við fjölda skráðra, og fjölda þeirra sem í raun hafa mætt og spilað 1v1 á síðustu mótum, ætti þetta ekki að hindra marga. :P

1v1 verður að langmestu leyti klárað á föstudagskvöld (5-8 keppendur eftir), svo unnt verður að spila 1v1 og RTCW. Greinarnar munu aðeins skarast fyrir þá sem _allra_ lengst ná í 1v1. Ekki er ólíklegt að einhverjar breytingar verði gerðar á kortamálum í 1v1.

AQ FFA
AQ FFA fer líklega fram á hádegi á laugardag, og skarast því við Q3 TDM. Keppnin verður með sama sniði og verið hefur.


Return to Castle Wolfenstein

Ekki er búið að sníða keppnisfyrirkomulag RTCW keppninnar, en hún fer að öllum líkindum fram á sunnudag, frá 12-18. Unnt verður að skrá lið með 10 leikmönnum, en mest mega þau innihalda 12.


Úrslitaviðureignir

Úrslitaviðureignir í öllum greinum, að AQ FFA - og mögulega Unreal Tournament - undanskildum, fara fram frá 17:00-21:30 á sunnudagskvöld.

Glöggir lesendur sjá að RTCW skarast ekki við neina liðakeppni í Quake, né Counter-Strike keppnina. Drífið ykkur að kaupa Úlfinn, og farið að spila'nn! :) Double elimination verður í Q3 CTF, sem hefur ekki verið á síðustu mótum. Skipulag allra Quake liðakeppna verður hið sama, öllum til hægðarauka.

Varðandi Quake hlutann:
Hver einasta umferð/leikur verður tímasett í dagskránni, og menn munu sjá hvar, hvenær, og við hvern þeir eiga að spila. Leikmenn eiga að vera komnir inn á server ÞREMUR MÍNÚTUM FYRIR leik, og ganga frá kortavali og -vote. Lengri tími verður milli umferða en verið hefur, en á móti kemur að ÆTLAST VERÐUR TIL AÐ TÍMAMÖRK VERÐI VIRT! Leikjum verður startað með map_restart á sekúndunni sem þeir eiga að hefjast, og framfylgt með rcon “allready” ÞREMUR MÍNÚTUM SÍÐAR. /notready skoðast sem forfeit, og leikurinn verður ekki spilaður. Leikir klukkan 11:00 að morgni laugardags og sunnudags verða engin undantekning frá þessu. Unnt verður að tilkynna úrslit á IRC, og beinlínis ætlast til að það verði gert.

Svipað verður uppi á teningnum í 1v1; leikir verða þ.e. tíma- og serversettir á vefþjóni, og ætlast til að þeir spilist á þeim tíma. Þó verður ekkert “allready” þar, en verði mótherji ekki tilbúinn kl. 20:35, í leik sem tímasettur er 20:30, er ÆTLAST TIL að mótherjinn (sá sem er tilbúinn) mæti tafarlaust að p1mpaborði, og verður honum þá dæmdur sigur í leiknum. Undantekningarlaust! Verði hvorugur mættur á server 10 mínútum eftir að leikur átti að hefjast, verða úrslit fengin með aðstoð tíu króna myntar.

Þeir sem eru orðnir vanir tilslökunum, og að geta tafið framgang mótsins með óstundvísi: ekki REYNA það á þessu móti :)

Kveðja,
Smegma