Bjóstu við dagsetningu, og tilkynningu um skráningartíma? Ekki alveg strax. :)

Þessi grein er meira hugsuð til að halda leikmönnum upplýstum um hvað er í vændum, og fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi keppnisgreina á Skjálfta 1 | 2002.

Keppt verður í Return To Castle Wolfenstein á S1 | 02, að öllum líkindum í 10 manna liðum.

Fyrirkomulag verður svipað í öllum liðakeppnum (Q3, AQ, UT, Wolfenstein) - 4 riðlar, 2 efstu lið komast áfram í 8 liða double elimination. í Counter-Strike verða þó átta riðlar, svo unnt verði að ljúka CS keppninni (úrslitaviðureign líklega geymd til sunnudags) á laugardagskvöldi. Stefnan er að ljúka einnig keppni í Q3 CTF, Q3 TDM og Q2 AQTP á laugardag. Með því móti verður unnt að keppa í RTCW, _og hvaða annarri liðakeppni sem er_.

Quake 3 1v1 verður einnig minnkað; að öllum líkindum mun Thursinn keyra on-line úrtökumót, sem mun skila 64 keppendum inn í 1v1 keppnina á S1|02. Með þessu móti styttist 1v1 keppnin um u.þ.b. 3 klst (engin riðlakeppni), og auðveldar talsvert að ljúka liðakeppnunum fyrir sunnudaginn. Mögulegt er að þeir hlutskörpustu af síðustu mótum sleppi við þennan qualifier.

Þessar breytingar hafa í för með sér að Q3 1v1 mun ekki taka allan föstudaginn í Quake hluta mótsins. Ekki er þó búið að ákveða hvort 1v1 muni spilast á sama tíma og Wolf (sunnud), eða hvort það hefjist kl. 18:00 á föstudag. Annað lykilatriði er að unnt verður að keppa í Counter-Strike _og_ Wolfenstein, eða t.d. Q3 TDM, AQTP/CTF og Wolfenstein. Comment, please! :)

Líkast til fer mótið fram fyrri hluta Mars, eða um mánuðinn miðjan. Tilkynnt verður um skráningu með a.m.k. viku fyrirvara hér á www.hugi.is/skjalfti.

Svarið svo þessari grein, og ræðið málin, feedback skiptir okkur miklu máli!

F.h. Skjálftap1mpa,
Smegma