Síminn og Opin Kerfi standa nú að endurnýjun búnaðar fyrir Skjálfta og Skjálftamótin. Ég mun fara ítarlegra í hvaða búnaður það er með smá grein á Vélbúnaði þegar hann er allur kominn í hús. Það þarf hinsvegar að fara undirbúa er hvaða leikir á að vera á þessum nýju leikjaþjónum okkar - en þeir eru einir 12 talsins og verða þá samtals 30.

Fyrir núverandi leiki eins og Quake 2, Quake 3, Action Quake, Reaction Quake, Counterstrike, Unreal, Battlefield og Enemy Territory munum við auka vélbúnað fyrir þá. Þó má búast við einhverjum röskunum á staðsetningu á mismunandi Skjálftum.

Ég er hinsvegar kominn með lista yfir leiki sem við viljum bæta við þennan lista en það eru: Natural Selection, BF Desert Combat, Savage, Call of Duty, Army Ops og Halo. Einnig er Battlefield Vietnam kominn á dagskrá.

Nú vantar mig að heyra álit ykkar á þessu, hvaða leikjum þið hafið áhuga á að spila eða eru að fara koma. Þar má helst nefna Half-Life 2 og Doom 3 ein þeir eru auðvitað báðir settir á “when they're ready” - þó er orðrómur um að Doom 3 ætli að láta sjá sig í Apríl. Síðan veit maður aldrei, kannski TeamFortress 2 gæti látið sjá sig!! (right)